Rio Marie Amazon - Fish Partner

Rio Marie

Hvar

Rio Marié á upptök sín við norðvestur hlið Brasilíska Amazon frumskógarins rétt við landamæri Kólumbíu. Hún er hliðará Negro árinnar sem er svo hliðará Amazon fljótsins og er næst stærsta hliðará fljótsins. Eftir miklar rannsóknir brasilískra fiskifræðinga er það staðfest að Rio Marié geymir stærstu Peacock bass fiskana í öllu Amazon kerfinu. Þetta er fluguveiðisvæði þar sem veiðimenn komast í færi við einhverja stærstu peacock bass í allri veröldinni. Veiðisvæðið er um átta hundruð kílómetrar af ósnortinni og hreinni náttúru.

 

Veiðin

Hér er veiðin fyrst og fremst Peacock Bass þó að ýmsar aðrar tegundir koma til með að vera meðafli. Hér kemst veiðimaður í færi við þá stærstu sem finnast og er baráttan svakaleg við þessa fallegu fiska. Hér er nánast ekkert veiðiálag og því er alltaf verið að kasta á nýja fiska og færa veiðibúðirnar upp og niður ána. Meðalstærð fiskanna er um tíu pund, fjöldi fiska sem eru í fimmtán plús stærðarflokkum er fáránlega hár, og fiskar í flokknum tuttugu plús finnur þú hvergi fleiri en einmitt hér. Í hverri viku veiðast fleiri þannig fiskar en annarsstaðar í Amazon kerfinu yfir allt tímabilið. En hafa ber í huga að þetta er veiði og það eru ekki allir að fara að veiða fisk lífs síns, þó fengu rúmlega helmingur veiðimanna sem veiddu tímabilið 2015 fisk sem var tuttugu pund eða stærri. Til að krydda veiðina aðeins þá er góður stofn af “ Butterfly Peacock Bass” sem er minni fiskur en er keim líkur hinum. Þeir eru yfirleitt í stærð tvö til sex pund. Fallega ljósir á litinn.

 

Veiðihúsið/Veiðibáturinn

Fljótabáturinn Untamed Amazon er sannkölluð lúxus snekkja með öllum nútíma þægindum. Báturinn er með þrem hæðum, Fyrsta hæðin er eingöngu fyrir starfsfólk, Önnur hæð er með átta svítum og er hver þeirra um átján fermetrar. Sex af þeim eru tveggja manna og eru tvær svítur ætlaðar sem einstaklings herbergi. Hvert herbergi er með sér baðherbergi, loftkælingu og eru mjög rúmgóð. Það eru stórir gluggar á herbergjunum þannig að útsýnið er stórkostlegt og alltaf eitthvað að sjá út um gluggan. Þriðja hæðin er svo sameiginlegt rými með bar og borðsal þar sem gestir njóta þess að borða góðan mat og drykk. Einnig eru tveir heitir pottar á hæðinni fyrir allt að tíu gesti. Um borð er einnig lítil sjoppa með helstu flugum og taumum. Báturinn var hannaður svo að fólk fái einstaka lúxus upplifun í miðjum Amazon frumskóginum  Matseðillinn er alþjóðlegur þannig að það ættu allir að vera sáttir með þriggja rétta flottan kvöldverð. Áfengir drykkir fylgja með í pakkanum en ef fólk er með sér lista yfir vín þá þarf að panta það með fyrirvara og bætist sá kostnaður sem kann að vera aukalega við.

Báturinn er fyrsti sinnar tegundar í Amazon sem notar eingöngu sólarorku til rafmagnsnotkunnar. Hann er með tvær tvö hundruð hestafla vélar, Um borð er einnig þvottahús, vatnseymingartæki og eigin skólphreinsistöð.

 

Tæknilegar upplýsingar um bátinn.

 

‍Framleiðsuár: 2015

Skráning: Brasilía

Heimahöfn: Manaus, Brazil

Lengd:  28 metrar

Breidd: 7.8 metrar

Þyngd: 130 tonn

Ganghraði: 6 hnútar

Rafmagns spenna: 110 volt

Vélar: 2 MWM 200 HP Marine Engines

Generators: 96 German solar panel generators with 4 solar regulators and inverters and 3 tons of Hitachi state-of-the-art batteries.

Water: 4,000-liter water treatment plant

Öryggisbúnaður: Talstöðvar með eigin rafhlöðum; AIS Transponder búnaður, Garmin Radar, Sonar og GPS, gerfihanttasími, Wifi internet; björgunarvesti, Hjartastuðtæki, slökkvitæki, blys og neyðarsendar og allur viðeigandi björgunarbúnaður.

Áhöfn: 14, Þar á meðal skipstjóri, sex leiðsögumenn, matreiðslumaður og þjónustufólk.

Farþegafjöldi: Upp að sextán manns með sér baði (12 veiðimenn og 4 sem ekki veiða)

 

Búnaður og leiðsögumenn

 

Stangir

Stangir, einhendur fyrir línu 7 – 10 er mest notað. Best er að hafa tvær stangir klárar í bátnum með sitt hvorri línunni. Mælt er með fremur hröðum stöngum. Mælt er með stöng fyrir línu 7-8  með flotlínu fyrir minni fiskana en 8,9 eða 10 fyrir þá stóru og þá með glærri Intermediate sökklínu. Vinsælustu stangirnar hér eru fyrir línu átta og níu.

 

Hjól

Skal vera með góðri bremsu og undirlínan þrjátíu pund.

Línur.

Mikilvægt að vera með trópíkal eða saltvatnslínu. Annars verður línan eins og lakkrís í hitanum. Framþungar línur bæði flot og intermetiade.

 

Taumaefni

Peacock Bass er ekki taumstyggur fiskur, þeir stóru slíta oft 40 punda taum eins og ekkert sé.  Taumar sem mælt er með skulu vera með slitþol í 50 til 60 pundum og um sex fet. Góð regla að hafa með spólu af 50 og 60 punda fluorocarbon taumaefni.

 

Flugur

Flugurnar sem notaðar eru eru eftirlíkingar af ýmsum sílum og minni fiskum, stórum pöddum og hvaðeina sem þessir glæsilegu fiskar falla gjarnan fyrir. Það er lítil sjoppa á staðnum sem býður upp á línur, tauma og flugur. Flugurnar kosta frá $5 – $10. Við mælum með að veiðimenn undirbúi sig og hafi gott úrval af flugum meðferðis.  Fish Partner mun aðstoða við fluguval.

 

Tímabil

Frá Ágúst til Febrúar

 

Ferðaplan

Það er flogið til Manaus flugvallarins, Það er hægt að komast þangað víða að td. Í beinu flugi frá  Miami, Panama, Lisbon, Rio de Janeiro og Sao Paulo til Manaus.

Þegar mætt er til Manaus mun aðili á vegum Marie bíða eftir þér og fara með þig á flott hótel þar sem þú gistir eina nótt.

 

Dagur 1

Morgunverður á hótelinu og hópurinn sóttur klukkan 5:30 – 6:30. Farið er á lítinn innanlands flugvöll þar sem flogið er í Cessna Caravan sem getur lent á vatni beint við Móðurskipið. Flugtíminn er um þrjár klukkustundir, Vélin lendir svo í hjarta veiðisvæðisins þar sem móðurskipið er. Það er tekið vel á móti gestum þar sem þeir hitta starfsfólk og leiðsögumenn. Veiðimenn koma sér fyrir og farið er yfir dagskrána. Það er ekkert veitt þennan dag heldur slakað á eftir ferðalagið og gert klárt fyrir vikuna.

 

Dagur 2 Til 7

Á hverjum degi er veitt í Marié ánni ásamt hliðarám og lónum. Í hverjum bát sem veitt er frá eru tveir veiðimenn. Bátarnir eru nýir og eru sérhannaðir til fluguveiða með tveim kast pöllum. Bátarnir eru tuttugu fet með 90 hestafla fjórgengisvél og rafmótor.

 

Hefðbundin dagskrá yfir daginn

5:30 – Kaffið er heitt

7:00  – Morgunverður

8:00 – Haldið til veiða

12 -13:00 – Hádegisverður við ánna

13:00 –  Veitt út daginn, síðan haldið aftur í Móðurskipið.  Á hverjum degi færir móðurskipið sig og varpar akkerum á nýjum stað

18:30  – Hanastél og forréttir uppá dekki.

20:00  – Kvöldverður framreiddur í loftkældum borðsal skipsins.

 

Dagur 8

Morgunverður í rólegheitum og síðan slakað á og klárað að pakka á meðan beðið er eftir flugvélinni. Flogið aftur til Manaus seinnipart dags. Farið á Brasilískt BBQ þegar að komið er og svo skutlað á flugvöllinn eða á hótel ef fólk kýs að dvelja lengur í Manaus.

 

Verð

Verð frá 7325$ vikan.
Flug ekki innifalið.
670$ frumbyggja gjald er ekki innifalið og þarf að borga á staðnum.

 

 

Staðsetning:

Rio Marie - Amazon - Brasilía

Veiðitímabil:

Ágúst - Febrúar

Hafa Samband

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.