Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Restigouche River Lodge – Kanada
Hvar
Restigouche veiðihúsið er staðsett í Mann’s Mountain, New Brunswick í Kananda. Nánar tiltekið við bakka árinnar Restigouche sem er fræg víða um heim fyrir frábæra stórlaxaveiði.
Veiðin
Restigouche Lodge er með aðgang að rúmlega 5 kílómetrum af einkalandi sem Restigouche áin rennur í gegnum. Hérna er vanalega fyrsti legustaður laxa sem eru að ganga í ánna og því ekki óalgengt að veiða grálúsuga fiska. Um 15 – 25,000 laxar ganga árlega upp Restigouche ánna og lang stærsti hluti þeirra fer í gegnum þetta svæði. Restigouche er líka sannkölluð stórlaxaá en ekki er langt síðan 147cm langur fiskur kom á land í ánni. Fiskar um 30 pund veiðast mjög reglulega.
Veiðihúsið
Veiðibúðirnar eru staðsettar eins og áður segir við bakka árinnar Restigouche, með glæsilegt útsýni yfir heimahylinn og nálæga veiðistaði. Restigouche Veiðihúsið er að sjálfsögðu aðal byggingin en alls er pláss fyrir 10 veiðimenn í búðunum. Herbergin eru þægileg og byggð algjörlega í stíl við umhverfið. Húsgögnin eru sérsmíðuð úr viði úr nágrenninu sem færir náttúrulegan blæ yfir húsin, en lengi vel var Restigouche Veiðihúsið vel falið leyndarmál og vöndu margir heimsfrægir menn komu sína í veiðihúsið til þess að komast í burtu frá amstri dagsins. Og auðvitað veiða!
Matur
Einungis er notað fyrsta flokks hráefni í Restigouche Veiðihúsinu. Allar máltíðir eru eldaðar á staðnum. Kjötmetið, hvort sem það er naut, svín eða kjúklingur, er sérvalið af matreiðslufólkinu. Sama gildir að sjálfsögðu um sjávarfangið. Grænmeti og aðrar jurtir koma ýmist beint úr garðinum eða frá bændunum í nágrenninu. Dagurinn í eldhúsinu er skipulagður í kringum veiðina, en þannig á það að sjálfsögðu að vera. Morgunmatur er frá klukkan 7 – 8. Þá er haldið til veiða og komið aftur klukkan 13:00. Þá er aðalmáltíð dagsins borin fram. Það er gert svo veiðimenn geti notið þess að veiða fram í sólsetur. Þegar komið er til baka eftir seinni vaktina er boðið upp á léttari veitingar.
Hvernig kemst ég þangað?
Það eru margar leiðir sem liggja að Restigouche Veiðihúsinu. Hægt er að fljúga til New York, Boston eða Montreal og taka síðan tengiflug eða bílaleigubíl restina af leiðinni. Við hjálpum þér að skipuleggja ferðalagið.
Búnaður og leiðsögumenn
Vanir leiðsögumenn leiðbeina þér allan tíman. Það er regla að hafa aðeins 2 veiðimenn um hvern leiðsögumann svo fólk fái eins mikla hjálp og athygli og mögulegt er. Hvaða veiðibúnaður er hentugastur veltur dálítið á hvaða tíma árs þú kemur til Restigouche. Á vorin, þegar mikið vatn er í ánni er gott að vera með stangir sem þola sökkenda og stórar flugur. Það á bæði við um einhendur og tvíhendur. Þegar líður á sumarið er óhætt að vera með léttari stangir en við mælum þó með að fara ekki niður fyrir #7 í einhendum og #8 í tvíhendum. Það eru stórir fiskar í ánni og það er gott að hafa réttu verkfærin til þess að glíma við þá. Flotlínur duga oftast nær til í gegnum allt tímabilið en gott er að vera með sökkenda með mismunandi sökkhraða. Það er mikilvægt að vera með vandað hjól og að það sé búið að fara vel yfir undirlínuna og alla hnúta. Það er fátt verra en að missa stórlax vegna þess að undirlínan var orðin morkin eða hnútur ekki nógu vel hnýttur.
Veiðitímabilin
Vor
Fyrstu laxagöngurnar eru að jafnaði í apríl. Göngurnar eru ekki mjög stórar fyrstu daga en aukast jafnt og þétt eftir því sem líður á vorið. Mikið af stórlaxinum sem gengur í ána á þessum tíma eru hryggnur. Að auki er töluvert magn af sjóbirtingi og sjógegnum “Brook trout” í ánni. Á þessum tíma er því góður möguleiki á að veiða allar þrjár tegundirnar.
Frá miðjum maí fram í miðjan júní.
Sumar
Göngurnar eru búnar að aukast jafnt og þétt. Hængarnir eru búnir að bætast við göngurnar og töluvert af 1 árs laxi. Seinniparturinn af júní og byrjun júlí hefur löngum verið talinn eftirsóknarverðasti tíminn til að vera í ánni. Það er mikið líf og miklar líkur á að landa stórlaxi.
Frá miðjum júní fram í miðjan júlí.
Miðsumar – Þurrfluga
Núna er áin algjörlega búin að hreinsa sig. Vatnið er tært og lofthitinn orðinn mjög góður enda komið hásumar. Núna er hægt að sjónkasta á laxinn, annaðhvort með litlum votflugum á “swingi” rétt undir yfirborðinu eða hreinlega kasta þurrflugum og fá hann til að taka af yfirborðinu. Það er fátt skemmtilegra!
Júlí fram í enda ágúst.
Haust
Nú er búið að hægjast á göngum þó alltaf sé eitthvað um þær. Nú er tækifærið til að reyna við ljóngrimma haustlaxa sem eru að gera sig tilbúna fyrir hryggningartímabilið.
Frá enda ágúst til lok september.
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.