Mongólía - Fish Partner Veiðifélag

Mongólía

Hvar

Um er að ræða nokkrar ár sem allar eiga það sameiginlegt að renna í gegnum Mongolíu og eru þekktar fyrir hina ótrúlegu Taimen sem þar búa. National Geographic skírði Taimen “The Mongolian Terror Trout” og er það nafn algjörlega við hæfi.

 

Veiðin

Hérna erum við að eltast við Taimen, en í ánum eru þó margar aðrar ferskvatnsfiska sem eru virkilega skemmtilegir viðureignar. Nokkrar tegundir af urriða, harra (grayling) og geddu eru t.d. Í ánum. En eins og áður segir er Taimen aðalmálið. Algengar stærðir eru á milli 30 – 60 pund og 70 – 120 cm. Þetta eru stórir fiskar og eru gríðarlega karftmiklir.

 

Veiðibúðirnar

Gist er í klassískum mongólskum tjaldbúðum (Yurt) við árnar. Já þetta eru vissulega tjöld en þetta eru engin venjuleg tjöld. Þau eru algjörlega vind og vatnsheld, með kamínu í miðjunni sem hægt er að kveikja upp í ef það er kalt. Að auki eru góð rúm og nægt pláss til þess að athafna sig.  Það er pláss fyrir 2 veiðimenn í hverju tjaldi. Að gista í þessum tjöldum gerir upplifuninna algjörlega ógleymanlega og töluvert frábrugðna því að gista í þar til gerðu veiðihúsi.

Maturinn er eldaður af Mongólskum matreiðslumönnum og er lögð áhersla að vera með ferskasta hráefnið sem er í boði hverju sinni.

 

Hvernig kemst ég þangað?

Flogið er beint til Ulaanbataar frá nokkrum flugvöllum í heiminum. Nærtækast er að fljúga til Frankfurt og svo þaðan til Ulaanbataar í Mongolíu. Þegar þangað er komið er yfirleitt gist eina nótt á hóteli og svo haldið til veiðibúðanna daginn eftir.

 

Búnaður og leiðsögumenn

Fyrir Taimen mælum við með stöngum í #8 – #9 og fyrir urriðann #4 – #6. Ágætt er að hafa í huga að veiðin fer fram í óbyggðum Mongolíu og því gott að pakka samkvæmt því. Við útvegum mjög ítarlegan lista yfir það sem er gott að hafa með, bæði hvað varðar veiðibúnað og fatnað. Veiðin fer að stórum hluta fram af svokölluðum “drift-boats” og er pláss fyrir tvo veiðimenn í hverjum bát, auk leiðsögumanns. Rótering er á leiðsögumönnum sem þýðir að þú færð tækifæri á að veiða með nokkrum algjörlega framúrskarandi leiðsögumönnum í ferðinni.

 

Veiðitímabilið

Frá Júní – Október.

 

Verð

Verð frá 6950$ vikan, lengri pakkar í boði.
Flug ekki innifalið.

 

Staðsetning:

Nokkur svæði í Mongólíu

Veiðitímabil:

Júní-október

Hafa Samband

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.