Kendjam Lodge-Amazon - Fish Partner

Kendjam Lodge-Amazon

Hvar

Kendjam veiðihúsið er staðsett á afskekktu og ótrúlega fallegu verndarsvæði í Brasilíska Amazon frumskóginum,

“Mekragnoti” frumbyggja svæðið. Kendjam var falinn gimsteinn í margar aldir og verndað af Kayapo indjánum sem eru síðustu verndarar Amazon Frumskógarins í Brasilíu og vernda það enn.

Kendjam er lítið þorp eða samfélag þar sem fimmtán fjölskyldur búa.

Það er staðsett í “Kayapo” frumbyggja samfélaginu sem er á “Mekragnoti” svæðinu, sem spannar yfir um 500.000 ferkílómetra í ósnortnum Amazon frumskóginum. Á Svæðinu búa aðeins um 700 indíánar sem gerir þetta að einu að einangraðasta samfélagi sem finnst í trópíkal frumskógi í veröldinni.

 

Veiðin

Kendjam veiðihúsið er það fyrsta sinnar tegundar í Amason þar sem veiðimenn geta sett í meira en átta tegundir af fiskum í sjónveiði í kristal tæru vatni

Fisktegundir:  PEACOCK BASS, PAYARA, WOLFISH, BICUDA, 3 TEGUNDIR AF PACU, MATRINCHA, SURUBI, RED TAIL CATFISH, JUNGLE DRUMS (CORVINA), og margar fleiri

Fyrir þá sem vilja auka ævintýri er hægt að fara langt upp eða niður ánna og gista í tjaldi í eina eða tvær nætur.

 

Veiðihúsið

Er staðsett á fallegri sandströnd við Iriri ánna, 45 kílómetra niður af Kendjam samfélaginu.

Veiðihúsið er þægilegt timburhús með fimm tveggja manna herbergjum. Á herbergjunum er allt til alls, einkar þægileg rúm og sér baðherbergi. Húsið er knúið af sólarsellum og er nægt rafmagn á næturnar til að hlaða síma og tæki. Það er Wifi í húsinu.‍ Hægt er að fá þvegið af sér fyrir engan auka kostnað

 

Matur

Það er alþjóðlegur matseðill í boði og er mikið lagt uppúr úrvals hráefni. Gott úrval vína, áfengis og annara drykkja á staðnum.

 

Búnaður og leiðsögumenn

Leiðsögumenn eru blanda af heimamönnum sem þekkja svæðið best og af bandarískum fagmönnum.

Þegar kemur að stangarvali er best að hafa einhendur, línuþyngdir 5-8. Mælt er með að hafa tvær til þrjár uppsettar stangir í bátnum til að vera klár í að veiða mismunandi tegundir.

Þegar kemur að línuvali þá í all flestum tilvikum er notast við flotlínu. Hafa skal í huga að notast er við trópíkal eða saltvants línur sem þola hita.  Taumar skulu vera frá 12 – 40 pund og bit vír 20-40 pund. ‍

Flugurnar sem notaðar eru eru eftirlíkingar af sílum, stórum pöddum, ávöxtum og jafnvel eftirlíkingar af gróðri. Það er lítil sjoppa á staðnum sem býður upp á línur, tauma og flugur.

 

Tímabil

Frá maí og út nóvember er tíminn því þá er þurrka tímabilið, og áin í litlu vatni og tær sem gerir veiðina ævintýralega. Yfir regntímann sem er frá Nóvember og fram í mars rísa allar ár og fara í flóð, þær ná hámarki í mars mánuði.  Þegar fer að sjatna í þá ganga milljónir fiska upp ána og inn á svæðið sem við veiðum. Þurrkatíminn er mjög þægilegur því að þá er yfirleitt smá vindur og nánast engar moskítóflugur eða aðrar bit flugur á sveimi. Næturnar eru einnig svalari þannig að það fer vel um mann.

 

Ferðaplan

Flogið er beint til Manaus flugvallarins. Það er hægt að komast þangað víða að td. í beinu flugi frá  Miami, Panama, Lisbon, Rio de Janeiro og Sao Paulo til Manaus.

Þegar mætt er til Manaus mun aðili á vegum Kendjam bíða eftir þér og fara með þig á flott hótel þar sem þú gistir eina nótt.  Daginn eftir er sótt klukkan 5:30 og farið á lítinn innanlands flugvöll þar sem flogið er í níu manna  Cessna Caravan vél til Kendjam. Þrem tímum síðar er lent í Kendjam og tekið á móti hópnum. Veiðimenn hitta Kayapo Indjánana og halda síðan niður með ánni í veiðihúsið. Á þeirri leið má sjá allt villta dýralífið og ef heppnin er með þá má sjá jagúar.  Þegar komið er í veiðihúsið koma menn sér fyrir og farið er yfir hvernig vikan verður .

 

Dagur 2-7.

Tveir veiðimenn á hverjum bát veiða allan daginn með enskumælandi leiðsögumanni ásamt tveim indjánum sem einnig leiðsegja.

 

Hefbundinn dagskrá yfir daginn

  • Kaffið er klárt: 5:30
  • Morgunmatur: 7:00
  • Haldið á veiðislóð: 8:00
  • Hádegismatur: 13:00 -14:00 Hádegisverður eða nesti við ánna.
  • Haldið til baka í húsið: 17:30
  • Happy Hour: 18:30 boðið upp á forrétti og kokteila
  • Kvöldmatur: 19:30 Kvöldverður

 

Verð

Verð frá 6625$ vikan.
Flug ekki innifalið.
560$ frumbyggja gjald er ekki innifalið og þarf að borga á staðnum.

Staðsetning:

Brasilíska Amazon frumskóginum

Veiðitímabil:

Maí - Nóvember

Myndasafn

Hafa Samband

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.