El Rincon - Rio Gallegos - Argentína - Sjóbirtingsveiði

El Rincon – Rio Gallegos – Argentína

Hvar

El Rincon veiðihúsið er staðsett í suður Patagoníu í Argentínu, um 3 tíma flugferð frá Buenos Aires.

 

Veiðin

Rio Gallegos

Aðalmálið í Rio Gallegos er sjóbirtingurinn. Það er um 20 km kafli af ánni í einkaeigu El Rincon og þ.a.l er mikið pláss fyrir veiðimenn. Það er mikill fjöldi af veiðistöðum í ánni þar sem göngufiskur stoppar. Birtingurinn hérna getur orðið verulega stór en 20 punda fiskar eru alls ekki óalgengir. Í ánni er einnig urrði og algeng stærð á honum er um 3-4 pund.

 

Rio Penitente

El Rincon veiðihúsið stendur svo gott sem á bakkanum við Rio Penitente. Um 35 km af ánni eru í eigu El Rincon og því nóg pláss. Hérna er það urriðinn sem við erum að elta og er meðalstærðin í kringum 4 pund. Það veiðast þó reglulega stærri fiskar upp undir 10 pund.

 

Veiðihúsið

Húsið, sem var byggt árið 1906 og er einkar glæsilegt, stendur á einskonar búgarði sem ber nafnið “El Rincon”. Eins og áður segir stendur það við bakka Rio Pentiente og umhverfið er stórkostlegt. Útsýnið er yfir sveitina í kring, með sjálf Andes fjöllin í bakgrunninum. Öll herbergi í húsinu eru einstaklingsherbergi en hægt er að deila herbergi sé þess óskað. Allur matur og drykkur, áfengir sem og óáfengir, er innifalið í pakkanum.

 

Hvernig kemst ég þangað?

Til að komast til El Rincon er fyrst flogið til Buenos Aires í Argentínu. Þaðan er svo flogið til með innanlandsflugi til bæjarins Rio Gallegos. Þegar þangað er komið er síðan ekið í um 2 klukkutíma til veiðihússins.

 

Veiðitímabilið

Tímabilið er frá enda desember og út apríl. Stærstu göngurnar á sjóbirting byrja í lok desember eða fyrstu vikuna í janúar og halda síðan áfram út tímabilið.

 

Búnaður

Í Rio Penitente er best nota einhendur þegar áin er í venjulegu vatni. Ef hún er vatnsmikil er ágætt að vera með minni switch stangir. Flotlínur með hægsökkvandi enda duga vel ef vatnsmagn er eðlilegt en ef miklar rigningar hafa verið er gott að vera með línu sem sekkur aðeins hraðar (S3 – S6).

Í Rio Gallegos er hægt að veiða með einhendu en við mælum þó með tvíhendu #8. Hægsökkvandi lína er nóg í venjulegum aðstæðum en eins og í Rio Penitente er gott að vera með meiri sökkhraða ef áin er í miklu vatni.

 

Verð

Verð frá 4650$ vikan.
Flug ekki innifalið.

Staðsetning:

Rio Gallegos - Patagonía - Argentína

Veiðitímabil:

Desember - Apríl

Hafa Samband

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.