Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Deep Creek Lodge – Kanada
Hvar
Deep Creek Lodge er staðsettur mitt á milli ársvæðana Skeena, Kitimat og Nass í Bresku Kólumbíu í Kanada.
Veiðin
Veiðin á svæðunum í kringum Deep Creek Lodge er gríðarlega fjölbreytt. Svæðið er af mörgum talið eitt besta Steelhead svæði í heiminum en það er mikilvægt að það komi fram að hér er verið að tala um villtan stofn og krafturinn í þeim er eftir því. Í Skeena ánni og öðrum hliðarám í kring, geta Steelhead göngurnar orðið rosalegar, en að auki gengur í árnar fleiri tegundir laxfiska eins og Chinook, Coho og Sockeye. Göngurnar eiga sér stað allt frá maí fram í október og því eru alltaf miklar líkur á að setja í nýgenginn fisk.
Veiðihúsið
Veiðihúsið er staðsett í miðjum Skeena dalnum, nánast við bakka Kitsumkalum árinnar. Umhverfið einkennist af gríðarlega fallegum skógum og hinum hrikalegu Strandfjöllum (e. Coast Mountains) sem einkenna Bresku Kólumbíu.
Í The Deep Creek Lodge eru 4 herbergi og fylgir prívat baðherbergi þeim öllum. Hægt er að velja um King Size rúm, Queen Size eða twin. Í skálanum er að auki setu stofa, borðstofa og pallur til að slaka á eftir langan dag í veiði. Að auki er heitur pottur til þess að fullkomna daginn.
Matur
Eigandi veiðihússins er ítalskur og það er óhætt að segja að matseðillinn beri þess merki. Heimalagað ravioli, tagliatelle, penne al ragú og spaghetti amatriciana er á meðal rétta sem þú getur átt von á. Að auki er boðið upp á nautakjöt héðan úr nágrenninu og mikið úrval sjávarfangs. Vegan matseðill er einnig í boði fyrir þá sem kjósa svo.
Hvernig kemst ég þangað?
Best er að fljúga beint til Vancouver í Kanada og þaðan er flugið með innanlandsflugi til Terrace BC. Þegar þangað er komið kemur starfsmaður á vegum veiðihússins og sækir ykkur. Það er einungis um 15 mínútna akstur frá Terrace og að veiðihúsinu.
Hvaða skjöl þarf ég að hafa meðferðis?
Það er nóg að vera með gilt vegabréf til þess að komast inn í Kanada. Að auki þarf að sækja um svokallað eTA (electronic travel authorization) en allar upplýsingar um ferlið er að finna á þessari heimasíðu: Electronic Travel Authorization (eTA): How to apply – Canada.ca
Búnaður og leiðsögumenn
Deep Creek Lodge gerir gríðarlega miklar kröfur til leiðsögumannana og vinna aðeins með þeim allra bestu. Þeir sem leiðsegja fyrir þá eru með gríðarlega mikla reynslu og þekkja svæðið virkilega vel. Þeir koma þér á bestu veiðistaðina, hvort sem þú ætlar að veiða steelhead eða lax. Leiðsögumennirnir eru með sína eigin báta sem eru annaðhvort vélknúnir eða svokallaðir “drift boats” Það er að jafnaði pláss fyrir 3 veiðimenn á hverjum bát, eða 4 manna fjölskyldu. Leiðsögumennirnir sjá til þess að þú ert með réttu stangirnar, línur og hjól fyrir hvaða aðstæður sem er. Búnaðurinn er innifalinn í pakkanum.
Veiðitímabilin
Vor
Á vorin er veiðin ekki ósvipuð vorveiðinni á Íslandi. Það er ennþá snjór í fjöllunum, loftið er kalt og vatnsstaðan í ánum góð. Fyrstu Chinooks göngurnar eiga sér stað seint í apríl og svo veiðist alltaf töluvert af stórum Steelhead. Að auki er alltaf hægt að setja í sjógengna Cutthroat, Dolly Varden og Bull Trout.
Tímabil: Apríl – miðjan maí.
Algengar stærðir: Allar stærðir.
Sumar
Sumrin á Skeena og eru engu lík. Stærstu Steelhead göngurnar eiga sér stað á þessum tíma og fiskurinn sem er að ganga er gríðarlega tökuglaður. Það breytir engu máli í hvaða á þessir fiskar enda, þeir fara allar í gegnum Skeena ána og þú verður þar til að taka á móti þeim. Á þessum tíma eru mestu líkurnar á risa Steelhead fiskum, fiskum sem þú kemur líklega aldrei til með að gleyma.
Tímabil: frá miðjum júlí fram í miðjan september.
Stærðir: Meðalstærð er í kringum 10 pund en 20+ punda fiskar eru ekki óalgengir.
Haust
Á þessum tíma eru síðustu Steelhead göngurnar að eiga sér stað. Fiskurinn er að flýta sér í gegnum Skeena ána til þess að stoppa í hliðaránum. Núna er mesti möguleikinn á að fá Steelhead til að taka þurrfluguna en getur verið algjörlega ógleymanlegt.
Tímabil: Frá miðjum september fram í miðjan nóvember
Stærðir: 8-15 pund en 20+ punda fiskar ekki óalgengir.
Dæmi um ferðaplan
Dagur 1 – Francesco tekur á móti ykkur á Terrace flugvellinum og keyrir ykkur í veiðihúsið. Skoðunarferð um veiðihúsið og herbergjaskipan ákveðin. Eftir kvöldmat er farið yfir planið fyrir morgundaginn og veiðileyfum útbítt.
Dagur 2 – Morgunmatur klukkan 6, leiðsögumaðurinn sækir hópinn og haldið er til veiða. Hópurinn kemur til baka um klukkan 17:00 og kvöldmatur klukkan 19:00.
Dagur 3 – Morgunmatur klukkan 6, leiðsögumaðurinn sækir hópinn og haldið er til veiða. Hópurinn kemur til baka um klukkan 17:00 og kvöldmatur klukkan 19:00.
Dagur 4 – Morgunmatur klukkan 6, leiðsögumaðurinn sækir hópinn og haldið er til veiða. Hópurinn kemur til baka um klukkan 17:00 og kvöldmatur klukkan 19:00.
Dagur 5 – Morgunmatur klukkan 6, leiðsögumaðurinn sækir hópinn og haldið er til veiða. Hópurinn kemur til baka um klukkan 17:00 og kvöldmatur klukkan 19:00.
Dagur 6 – Morgunmatur klukkan 6, leiðsögumaðurinn sækir hópinn og haldið er til veiða. Hópurinn kemur til baka um klukkan 17:00 og kvöldmatur klukkan 19:00.
Dagur 7 – Morgunmatur klukkan 6, leiðsögumaðurinn sækir hópinn og haldið er til veiða. Hópurinn kemur til baka um klukkan 17:00 og kvöldmatur klukkan 19:00.
Dagur 8 – Veiðihúsið yfirgefið eftir morgunmat. Gott er að miða við að yfirgefa húsið minnst einum og hálfum tíma áður en flugið fer í loftið.
Innifalið: Gisting, fullt fæði sem inniheldur morgunmat, hádegismat og þriggja rétta kvöldverð, óáfengir drykkir, akstur til og frá flugvelli.
Ekki innifalið: Þjórfé fyrir leiðsögumenn og starfsfólk veiðihússins. Áfengir drykkir. Flugmiðar.
Viðbætur
Það er vel mögulegt að bæta og breyta pökkunum. Hér á eftir koma nokkrar hugmyndir að viðbætum við pakkann hjá okkur.
Þyrluveiði
Farið er með þig í ógleymanlega veiði á staði sem aðeins er hægt að komast að á þyrlu.
Sjóstangveiði
Líklega eins og hún gerist best. Þú veiðir lax, grálúðu og aðrar tegundir í sjónum í nágrenninu.
Verkun á afla
Það er farið með aflann þinn í fiskverkun sem verkar bráðina niður í þægilegar pakkningar og skilar þeim til þín frystum.
Ævintýra ferðir
Hvalaskoðun eða jafnvel leit að skógarbjörnum, rafting eða golf.
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.