Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Crooked & Acklins Trophy Lodge – Bahamaeyjar
Hvar
Crooked eyja er ein af mörgum sem tilheyra Bahamas eyjaklasanum.
Veiðin
Svæðið í kringum eyjuna er gríðarlega ríkt af fiski og þar halda margar tegundir til sem gaman er að taka á stöng. Aðalsmerki er þó Bonefish, en hann er hérna í ótrúlegu magni. Algengasta stærðin er frá 3 – 4 pund en stærri fiskar veiðast þó reglulega. Fyrir utan bonefish er svæðið frábært til þess að reyna við permit, en fyrir marga veiðimann er hann hið heilaga gral þegar kemur að veiði á stöng. Þetta eru ótrúlega styggir fiskar og til þess að ná þeim þarf mikla tækni og kunnáttu. Meðalstærðin á permit er um 20 pund. Auk þessara tegunda eru aragrúi fleiri saltvatnsfiska sem getur verið ótrúlega gaman að eltast við.
Veiðihúsið
Veiðihúsið er staðsett alveg við ströndina og er búið öllum helstu þægindum. Það eru 5 stór tveggja manna herbergi í húsinu með sér baðherbergjum, góðri loftræstingu og þráðlausu neti. Auk þess er sameiginlegt rými þar sem er bar og setustofa þar sem maturinn er borinn fram.
Húsið er rekið af vinalegum hjónum sem sjá einnig um að elda matinn fyrir gesti. Maturinn samanstendur mikið til af hráefni úr nágrenninu og áhersla er lögð á að gestir fái að smakka á matargerð heimamanna. Húsið er langt frá aðal ferðamannastöðunum og því kjörið til þess að njóta og slaka á í burtu frá amstrinu.
Hvernig kemst ég þangað?
Það er aðeins einn alþjóðaflugvöllur á Bahamaeyjum og er hann staðsettur í Nassau. Þaðan eru síðan tvö flugfélög sem sjá um innanlandsflug. Annað þeirra, BahamasAir flýgur t.a.m beint á Crooked eyju.
Búnaður
Við mælum með hröðum stöngum sem eru í stakk búnar að takast á við stóra fiska og hafgoluna. Stangir frá #8 – #12 henta vel en ágætt er að hafa í huga hvaða tegund er verið að eltast við. Því stærri fiskur, því þyngri stangir. Hjólin skulu alltaf vera með lokuðum bremsubúnaði og þola saltvatn. Sama gildir um flugulínurnar, þær verða að þola saltið vel. Ágætt er að reyna vera með svokallaðar “Tropical” línur en þær þola hitann betur og eru hannaðar til þess að vinna vel í vindi.
Tímabilið
Veiðihúsið er opið frá nóvember og fram í ágúst og er því tilvalið að kíkja í veiði þegar veturinn er sem kaldastur á Íslandi.
Verð
Verð frá 4190$ vikan.
Flug ekki innifalið.
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.