Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Camp Onka – Lappland – Svíþjóð
Hvar
Lainio áin er staðsett í Lapplandi, sem er nyrsta hérað Svíþjóðar. Áin er ein af hliðarám Torne og framleiðir um 60% af öllum laxi í vatnakerfinu.
Veiðin
Lainio áin er stór, en það er lítið mál að vaða hana. Einungis er leyfð fluguveiði á svæðinu en magnið af laxinum sem syndir þarna í gegn er slíkt að veiðimenn og konur af öllum stigum reynslunar eiga mikinn möguleika á að landa fisk. Meðalstærð er um 15 pund en fiskar á milli 30-40 pund eru ekki óalgengir. Að auki er mjög góð veiði á grayling og urriða á svæðinu.
Veiðihúsið
Lapland Guesthouse er nær því að vera hótel en veiðihús. Þar er boðið upp á öll helstu þægindi s.s gufuböð, nuddpotta og ísböð. Maturinn er fyrsta flokks með áherslu á að nýtni úr nærumhverfinu. Hefðbundnir réttir sem búið er að fullkomna með bragði úr náttúrunni fyrir utan gluggann.
Hvernig kemst ég þangað?
Lapland Guesthouse er staðsett í Kangos. Best er að fljúga til Stokkhólms þaðan til Kiruna. Frá Kiruna er síðan hægt að keyra restina eða taka lest áleiðis. Lestin stoppar í um 90 mínútna fjarlægð frá húsinu. Við aðstoðum þig við að komast restina af leiðinni.
Verð
Verð frá 29.500 SEK vikan.
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.