Pirarucu - Arapaima - Fish Partner

Pirarucu – Arapaima

Hvar

Pirarucu er staðsett á Mamirauá verndarsvæðinu, um 600 km vestur af borginni Manaus.

 

Veiðin

Eins og nafnið gefur til kynna er hér verið að eltast við Pirarucu, eða Arapaima eins og hann er líka kallaður. Þetta er sá ferskvatnsfiskur sem líkist Tarpon (Silfurkóngur) og getur orðið gríðarlega stór, allt að 400 pund! Þegar þessi fiskur tekur verður allt gjörsamlega brjálað og bregst hann við með loftköstum og löngum rokum. Þetta eru gríðarlega þrekmiklir fiskar og baráttan við svona skrímsli getur verið ansi löng. Það er ekki óalgengt að þessir fiskar komi upp í yfirborðið að ná í súrefni og þá gefst veiðimönnum tækifæri á að sjónkasta á þá. Það er upplifun sem gleymist aldrei.

Aðrar tegundir sem finna má á svæðinu eru t.a.m Arowana, fiskur sem er ævintýralegt að sjónkasta á og er mjög tökuglaður. Tamaqui, þessi fiskur er náskyldur Pacu og verður allt að 100 pund að stærð. Peacock Bass (Gulur).

Veitt er af bátum á og deila tveir veiðimenn einum bát, og einu leiðsögumanni.

 

Veiðihúsið

Uacari veiðihúsið er fljótandi veiðihús sem samanstendur af 10 tveggja manna húsum ásamt aðalbyggingu þar sem finna má borðsal, stofu og eldhús. Öll þyrpingin er á flýtur á vatninu, tengd saman með flotbryggjum. Húsið er staðsett á miðju svæðinu og því er mjög stutt að fara til að komast í veiðina. Flesta daga koma veiðimenn aftur í hús til þess að borða hádegismat, áður en haldið er aftur til veiða. Í húsinu er gervihnattasími og netsamband.

 

Búnaður

Stangir

Fyrir Arapaima er mælt með einhendu númer 10 með flot- / intermediatelínu fyrir smærri fiskinn og einhendu númer 12 með sökklínu fyrir risana. Fyrir Arowana og Peacock Bass dugir oftast að vera með sexu, flotlínu og stórar þurrflugur. Fyrir Tambaqui er mælt með áttu og straumflugum.

 

Hjól

Sterk hjól með góðri bremsu!

 

Annar búnaður

Mikilvægt er að vera með mjög sterkt taumefni, allt að 100 punda. Sérstaklega fyrir Arapaima.

 

Flugur

Arapaima

Stórar straumflugur sem líkjast smáfiskunum sem finna má á svæðinu

 

Arowana og Peacock Bass

Stórar þurrflugur og aðrar sem fara ekki langt undir yfirborðið

 

Tambaqui

Straumflugur og aðrar sem líkja eftir berjum

 

Tímabil

Tímabilið á Pirarucu nær frá September til enda Nóvember. Þetta er svo gott sem á miðju þurrkatímabili í Amazon frumskóginum þannig að vatnsstaða á að vera mjög góð, ekki of há og ekki of lá. Veiðitímabilinu líkur 30. Nóvember ár hvert samkvæmt lögum í Brasilíu. Þetta er gert til þess að vernda Arapaima stofninn.

 

Hvernig kemst ég þangað?

Það er oft talað um að aðgengið að Pirarucu sé það auðveldasta þegar kemur að veiði í frumskógum Suður-Ameríku. Flogið er til Manaus í Brasilíu. Oftast er gist í eina nótt í borginni og daginn eftir er flogið til borgarinnar Tefé (1 klukkutími). Þaðan er síðan farið í bát sem flytur veiðimenn til Pirarucu en bátsferðin tekur um klukkutíma.

 

Veiðimenn sjá sjálfir um að bóka flug til Manaus og þaðan til Tefé. Eftir það tekur starfsfólk Piracucu við.

 

Dvalarplan

 

Dagur 1

Eftir að komið er í viðihúsið er byrjað á að hitta leiðsögumenn og starfsfólk. Leiðsögumennirnir fara yfir planið fyrir daginn í dag og næstu daga ásamt því að hjálpa til við að gera veiðidótið klárt. Eftir það er haldið í síðdegisveiði.

 

Dagur 2 – 5

Veiðimönnum er skipt í báta hjá leiðsögumönnunum, tveir veiðimenn per bát. Svo er haldið til veiða!

 

  • 05:30 – Kaffið er klárt
  • 06:30 – Morgunmatur
  • 07:30 – Haldið til veiða
  • 12:00 – Siglt aftur í veiðihúsið í hádegismat
  • 14:30 – Haldið í síðdegisveiði
  • 18:00 – Komið aftur í hús
  • 18:30 – Kokteilar!
  • 19:00 – Kvöldmatur

Dagur 6

Tékkað út og hópnum skutlað aftur til Tefé.

 

Verð

Verð frá 6350$ vikan.
Flug ekki innifalið.
590$ frumbyggja gjald ekki innifalið og þarf að greiða á staðnum.

Staðsetning:

Mamirauá Sustainable Development Reserve

Veiðitímabil:

September - Nóvember

Hafa Samband

Put Address Here

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.