Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Alaska Trophy Adventure Lodge – BNA
Hvar
Við bakka Alagnak árinnar, Bristol Bay í suðvestur Alaska.
Veiðin
Alagnak áin geymir margar tegundir ferskvatnsfiska. Hér eru gríðarlega stórar göngur af nokkrum tegundum laxfiska, t.a.m Chinook, Sockeye og Chum. Göngurnar byrja yfirleitt í júní og halda áfram út tímabilið. Að auki er mikið magn af staðbundum fiski, urriða, bleikju og harra (Grayling). Það er því óhætt að segja að það geti allir fengið eitthvað við sitt hæfi hja okkur.
Veiðibúðirnar
Þær eru staðsettar alveg á bakka árinnar Alagnak með ótrúlegt ótsýni yfir heimahylinn og nálæga veiðistaði. Búðirnar samanstanda af einni stórri byggingu þar sem gestir borða t.a.m kvöldmat og svo nokkrum smáhýsum sem gist er í. Svæðið í kring er svo gott sem ósnert náttúra. Dýralífið er einstakt og búðirnar það afviknar að það eru meiri líkur á að þú sjáir bjarndýr heldur en aðra manneskju.
Hráefnið sem notað til matargerðar í búðunum er nánast alltaf úr nágrenninu. Morgunmatur og kvöldmatur er borinn fram í aðalbyggingunni en hádegismatur er oftar en ekki snæddur á bakkanum, sér í lagi þegar fiskur er að ganga. Þannig sparast tími og þú nærð meiri tíma við veiðar.
Hvernig kemst ég þangað?
Flogið er til Anchorage í Alaska og þaðan með innanlandsflugi til King Salmon. Frá King Salmon er svo síðasti leggurinn floginn með einkaflugvél til ATAL veiðibúðanna.
Búnaður og leiðsögumenn
Það er gott að vera vel útbúinn þegar á að veiða Alagnak ánna. Eins og áður segir eru hér margar fisktegundir og því mikilvægt að vera með stangir og hjól sem hæfa aðstæðum. Ágætt er að vera með allavega eina einhendu, 9-10ft #5/#6 og tvíhendu 11-14ft #9 – #11. Við útvegum ítarlegan lista yfir hluti sem gott er að hafa með sér, bæði hvað varðar veiðibúnað og fatnað.
Frábært teymi af leiðsögumönnum eru í kringum svæðið sem eiga það sameiginlegt, eins og margir veiðileiðsögumenn, að hafa veitt frá unga aldri. Þeir eru ekki allir frá King Salmon, en eiga það sammerkt að hafa orðið ástfangnir af Alagnak ánni og svæðinu í kring.
Tímabilið
Veiðibúðirnar eru opnar frá júní og út september. Hvaða tími er bestur fer eftir hvaða tegund þig langar að veiða. Göngurnar byrja jafnan í júní og fyrstur til að ganga er Sockeye, í kjölfarið kemur síðan Chinook og þá Chum. Fyrir utan göngufiska er að sjálfsögðu hægt að reyna við staðbundna fiskinn sem er hérna í miklu magni allt tímabilið.
Hafa Samband
Put Address Here
Vinsæl veiðisvæði
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.