Hamrar aftur í sölu hjá Fish Partner! - Fish Partner
hamrar

Hamrar aftur í sölu hjá Fish Partner!

Veiðisvæði Hamra er staðsett við ármót Brúarár og Hvítár. Mikið magn af laxi, sjóbirtingi og bleikju gengur um svæðið, en allur lax sem stefnir á Brúará, Stóru-Laxá, Litlu-Laxá, Tungufljót, Fossá og Dalsá fer um svæðið. 2 stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman í pakka.

Svæðið býður upp á marga möguleika, ekki síst í silungsveiði, en oft er hægt að gera virkilega góða veiði á bleikju og urriða. Það er fátt skemmtilegra en að standa og kasta þurrflugu fyrir silungin sem leitar gjarnan í yfirborðið í hæga vatninu. Seinna um sumarið fer síðan laxinn að láta sjá sig, en eins og áður segir þá fer mikið magn af laxi um svæðið og vel hægt að gera fína veiði ef hitt er á göngufiskinn. Að auki veiðist alltaf nokkuð af sjóbirtingi á vorin og haustin.

Frá opnun og fram til 1. júní er eingöngu leyfð fluguveiði, en eftir 1. júní má nota spún. Ekkert hús fylgir leyfum í vorveiðinni en eftir 1. júní fylgir leyfum lítið hús sem er frábært að nota til þess að hella upp á kaffi og borða nesti. Ef keyptir eru 2 samliggjandi dagar er veiðimönnum velkomið að gista í húsinu en hafa skal í huga að íburður er ekki mikill.

Veiðileyfi má nálgast hér

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.