Fyrsta vikan - Fish Partner
Vatnamót sjóbirtingur

Fyrsta vikan

Nú þegar fyrstu viku veiðitímabilsins er lokið er fínt að taka stöðuna og sjá hvernig hefur gengið hingað til. Óhætt er að segja að vindur, kuldi og ís hafi hamlað veiðimönnum að nokkru leyti, en engu að síður hefur verið blússandi sigling á ýmsum svæðum

Vatnamót

Vatnamótin byrjuðu af miklum krafti og hefur veiðst vel flesta daga þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður sökum veðurs. Inn á milli hefur þó komið alvöru íslensk vorblíða og þá fer allt af stað. Hollið sem er núna komið með 40 fiska eftir fyrstu 2 vaktirnar.

Tungufljót

Tungufljót heldur áfram að gefa vel líkt og á síðasta ári. Yfir 100 birtingar eru komnir í bók eftir 8 daga, þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður í kulda og roki margar vaktirnar. Fiskurinn er vel dreifður, allt frá Hlíðarvaði og niður í Flögubakka. Syðri-Hólmi hefur sem fyrr gefið bestu veiði en staðirnir í kringum brúnna halda einnig mikið af fisk.

Fossálar

Það hefur verið kropp, en ekki mikið meira en það. Fiskur að fást langt upp í Þverá en ekkert mok. Takan batnar vonandi með hækkandi hita

Ásgarður

Það hefur verið kropp í Ásgarði líka, en þar veiddist þó stærsti birtingur sem við höfum heyrt af í vor, 98 sm tröll sem var landað af veiðimanninum og leiðsögumanninum Maros.

Kárastaðir

Óveiðandi var fyrstu daga tímabilsins á Kárastöðum vegna íss en síðustu daga hefur veiðinn dottið í gang og urriðinn grimmur að taka

Villingavatnsárós og Villingvatn

Ís haft hamlandi áhrif á flesta veiðidaga en loksins er ástandið að detta í réttan farveg svo veiðin ætti að fylgja í framhaldinu

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.