Fyrsta vika veiðitímabilsins - Fish Partner
Kárastaðir - Þingvallavatn - Urriði

Fyrsta vika veiðitímabilsins

Nú þegar rúm vika af veiðitímabilinu er búin er kjörið að líta yfir hvernig fyrsta vikan tókst til hjá veiðimönnum. Hlutir fóru heldur betur vel af stað en hið fræga páskahret var með versta móti og hefur hamlað veiðimönnum síðustu daga með ís á vötnum og ám og frosnum lykkjum.

Kárastaðir: Opnuðu 1.apríl í fyrsta sinn en hingað til hefur svæðið ekki opnað fyrr en 20.apríl. Fyrstu dagarnir voru stórkostlegir. Flestir veiðimenn að landa flottum ísaldar urriðum á milli 60-80cm með nokkrum stærri landað líka. 6.apríl þurftu veiðimenn að hætta vegna ís og krapa og vonum við innilega að það verði aftur veiðanlegt á svæðinu innan skamms enda blússandi gangur á veiðinni.

Tungufljót: Fór líka vel af stað og landaði opnunar hollið 42 sjóbirtingum. Þar á meðal all nokkrum stórum birtingum. Síðustu dagar hafa verið erfiðir vegna veðurs eins og á öðrum veiðisvæðum en greinilegt að fljótið kemur vel undan vetri.

Villingavatnsárós: Var mjög rólegur í byrjun og lítið um fiskerí og svo kom kuldinn sem hjálpaði ekki. Ætti að detta í gang um leið og leysingar hefjast og vatnsborð hækkar í Villingavatnsánni.

Skaftá-Ásgarður: Hefur farið mjög vel af stað. Flottir fiskar að koma á land þrátt fyrir erfiðar aðstæður og ætti aðeins að aukast í þegar aðstæður batna.

Svínadalsvötnin: Í Þórisstaðarvatn, Geitbergsvatn og Eyrarvatn var eitthvað krop af fiski að koma á land fyrstu dagana en ekkert að frétta eftir að kuldakastið hófst. Við minnum á að Veiðifélagar veiða frítt í Svínadalsvötnunum. Við viljum eining biðja veiðimenn að keyra ekki inn á tún á svæðinu þar sem jarðvegur er viðkvæmur.

Villingavatn: Er búið að frosna og leysa til skiptis síðustu vikur og aðeins verið veitt einn dag en þar eru alltaf tökuglaðir urriðar á sveimi.

Sindri Freyr með fallegan Villingavatns urriða eina daginn sem hægt var að veiða. Mynd: Brandur Brandsson

Þrastalundur-Sog: Höfum lítið fengið af fréttum úr Þrastalundi svo endilega heyrðu í okkur ef þú hefur einnhverjar fréttir fyrir okkur.

Ertu búin að kíkja í veiði nýlega? Endilega sendu okkur línu og myndir á info@fishpartner.com

Sindri Hlíðar Jónsson

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.