Að setja í þann stóra með Nils Folmer Jorgensen

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir fyrirlesturinn „Að setja í þann stóra“ með Nils Folmer Jorgensen.
Staðsetning: Húsakynni Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði.
Tímasetning: Miðvikudagurinn 27. mars 2019 kl. 20:00.

 

Flestir veiðimenn þekkja stórlaxahvíslarann Nils Folmer Jorgensen en það eru fáir sem veiða jafn marga stórlaxa ári hverju og hann. Nils hefur veitt 29 laxa á Íslandi yfir 100 cm og heilan helling af löxum á bilinu 90-99 cm.

Í þessum fyrirlestri mun Nils kynna gestum fyrir sínum veiðiaðferðum og þeirri tækni sem getur fært þig nær draumafiskinum.

  • Hvar liggur fiskurinn?
  • Hvernig á að nálgast hann?
  • Hvaða útbúnað er best að nota?
  • Hvernig á að velja flugu?
  • Hvað fær þann stóra til að taka?

Nils mun einnig fara yfir hvað er ekki mikilvægt og hvað er mjög mikilvægt þegar kemur að veiði. Ef veiðimenn styggja fiskinn í fyrsta kasti þá skipta flottustu græjurnar og rétta flugan litlu máli. Að setja í þann stóra getur verið heppni en með hæfilegri bjartsýni, réttri aðferð og góðri frammistöðu ertu mun nær drauma fiskinum.

Einstakur fyrirlestur sem enginn veiðimaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29 í Hafnarfirði þann 27. mars klukkan 20:00-22:00.

Verð: 3.500 kr.

ATH. AÐ FYRIRLESTURINN FER FRAM Á ENSKU.

Kennari

Nils Folmer Jorgensen er fæddur í Danmörku en hefur verið búsettur á Íslandi í fjölda ára. Hann hefur veitt allt sitt líf. Þegar hann var ellefu ára gaf afi hans honum flugustöng og þá breyttist líf hans. Ástríða hans hefur orðið að ævistarfi. Nils hefur unnið fyrir mörg þekkt fyrirtæki í veiðibransanum þar sem hann hefur hannað flugustangir, fluguhjól, línur, vöðlur og fatnað. Fyrirtæki sem hann hefur unnið fyrir eru t.d. Einarsson, Zpey, Simms, Scierra, Loop og nú starfar hann hjá Mustad. Einnig hefur hann hannað fjöldann allan af flugum sem hafa gefið góða raun og njóta mikilla vinsælda.

Í áranna rás hefur hann skrifað greinar í fjölmörg veiðiblöð, verið í sjónvarpsþáttum og veiðikvikmyndum sem seldar eru á netinu. Síðast en ekki síst hefur hann kennt fluguköst og veiðitækni.

Nils er þéttbókaður á sumrin í veiði en hann veiðir silung á vorin og lax yfir hásumarið. Á veturna fer hann á suðrænar slóðir að veiða saltvatnsfiska.

SKRÁNING
Hvað: Nils Folmer Jorgensen
Verð: 3.500 kr.
Staðsetning: SVH, Flatahrauni 29, Hfj.
Tími: 27. mars kl. 20:00-22:00
Loading...

Myndir

Staðsetning