Ljósmyndanámskeið með Matt Harris

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir með stolti ljósmyndanámskeið með engum öðrum en Matt Harris en óhætt er að fullyrða að hann sé fremsti veiðiljósmyndari heims. Námskeið sem enginn áhugamaður um veiði, útivist eða ljósmyndun getur látið fram hjá sér fara.
Staðsetning: Húsakynni Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði.
Tímasetning: Fimmtudaginn 17. janúar 2019, kl. 19:30-22:30.

 

Matt Harris er heimsþekkur fluguveiðimaður og ljósmyndari sem hefur ferðast um allan heim síðustu áratugi til að veiða og ljósmynda. Hann hefur meðal annars heimsótt Ísland, Alaska, Argentínu, Ástralíu, Bahama, Brasilíu, Bólivíu, Kúbu, Guatemala, Indland, Mongólíu, Nýja Sjáland, Nicaragua, Noreg, Rússland, Seychelleseyjar, Zambíu o.fl.

Matt er margverðlaunaður ljósmyndari og hefur meðal annars hlotið verðlaun frá The Association of Photographers, Kodak, Polaroid, Fuji o.fl.

Á námskeiðinu mun Matt kenna hvernig á að taka góða veiðimynd. Hann mun útskýra hvernig hægt er að taka góða mynd í hvaða aðstæðum sem er. Þá kennir hann hvernig er best að mynda fiska og hvernig nýta megi umhverfið og náttúruna til að gera hverja veiðimynd sem besta. Farið verður yfir hvernig á að mynda stökkvandi fiska. Við kennsluna mun Matt nota einhverjar af sínum fjölmörgu ljósmyndum til að sýna hvað gerir veiðimynd frábæra og skyggnast inn íspekina á bak við veiðiljósmyndun.

Einnig verður farið yfir tækniatriði, stillingar á myndavélum og val á myndavélum og linsum.

Verð: 15.900 kr.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

Kennari

Matt Harris hefur starfað sem veiðiljósmyndari og veiðiblaðamaður í tæp tuttugu ár. Hann birtir reglulega ljósmyndir og skrif í heimsþekktum blöðum, m.a. International Game Fishing Association Magazine, The Atlantic Salmon Journal, Fly Rod & Reel, Trout & Salmon, Fieldsports Magazine, Esquire, GQ o.fl.

Þá hafa ljósmyndir eftir hann verið notaðar í auglýsingar fyrir stærstu veiðimerki í heimi líkt og Hardy, Orvis, Guideline, Patagonia, Sage, Rio, Farlows, Sportfish, Gamefish and Airflo. Einnig hafa veiðileyfasalar notið liðsinnis Matt, m.a. Frontiers, The Fly Shop, Roxtons, Aardvark McLeod, Fly Odyssey og Fish Partner.

 

Nánar um Matt:
Ljósmyndir
Greinar
Ferilskrá

 

Umsagnir um Matt:

"Matt, thank you so much for contributing these beautiful images"
Orri Vigfusson, Chairman, NASF

"Matt is the finest photographer working in the fly-fishing industry today"
Topher Browne, Author, "Atlantic Salmon Magic", USA

"There is no doubt that Matt is the best fly-fishing photographer in the world today"
Kristjan Pall Rafnsson, CEO and founder of Fish Partner

"Matt is one of the finest fly fishermen and one of the finest fly-fishing photographers in the world today"
George Anderson, Yellowstone Anglers

"Matt, you are the master!!!! Such amazing beautiful photos"
Arni Baldursson, President, Lax-a Angling Club, Iceland

"Matt, Your photography is beyond compare"
Andy Mill, 5 times tarpon gold-cup winner, Author, "A Passion for Tarpon"

SKRÁNING
Hvað: Ljósmyndanámskeið
Verð: 15.900 kr.
Staðsetning: SVH, Flatahrauni 29, Hfj.
Tími: 17. janúar kl. 19:30-22:30
Loading...

Myndir eftir Matt Harris

Staðsetning