Paradís þurrfluguveiðimannsins

Syðra-Fjall í Laxá í Aðaldal er skemmtilegt silungasvæði með laxavon. Svæðið nær frá ósi Eyvindarlækjar og einn og hálfan kílómetra niður ána. Aðliggjandi eru veiðisvæðin Múlatorfa og Nessvæðið. Á Syðra-Fjalli er áin mjög breið og grunn á köflum og er því um mikla þurrflugu paradís að ræða. Sérstaklega gaman getur verið að veiða svæðið í góðu veðri þegar fiskur er að vaka.

Hólmarnir Stóri-Hólmi og Litli-Hólmi fylgja svæðinu og getur veiði úr þeim gefið góða raun. Lax liggur oft á milli hólmana en einnig er góð laxavon við ós Eyvindarlækjar, þá sérstaklega þegar líða fer á sumarið. Urriðinn er vænn eins og gengur og gerist í neðri Laxá. Mikið er um 2-3 punda fiska en oft koma 4-6 punda fiskar á land. Andstreymis veiðar með púpu geta verið öflugar en þurrflugur og gamlar hefðbundnar votflugur eins og Black Gnat virka einnig vel. Straumflugan er einnig oft á matseðlinum og þá sérstaklega fyrri part sumars.

Aðgengi er gott að svæðinu en snemmsumars getur verið vatn á slóðanum og þá er betra að leggja við afleggjarann og ganga.

Tvær stangir eru á svæðinu og eru þær seldar stakar. Aðeins er veitt á flugu og skal öllum laxi sleppt en taka má þrjá urriða undir 40 cm.

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 460 km
Veiðitímabil: 10. júní - 10. september
Meðalstærð: Urriði 1 kg, lax 5 kg
Fjöldi stanga: 2
Veiðibúnaður: Einhenda #4-8
Bestu flugurnar: Púpur, þurrflugur og straumflugur
Aðgengi: 4x4
Húsnæði: Ýmsir möguleikar

Myndir frá Syðra-Fjalli

Staðsetning