Magnað urriðasvæði með stórlaxavon

Laxá í Aðaldal, eða Drottningin eins og hún er gjarnan kölluð, er öllum íslenskum veiðimönnum kunn. Áin er þekkt fyrir að geyma stóra laxa og ógrynni af vænum urriða og er af sumum talin besta urriðaá í heimi. Aðaldalur er í Suður-Þingeyjarsýslu, 450 kílómetra frá Reykjavík.

Árbótarsvæðið er frábært urriðasvæði með góðri laxavon. Á svæðinu er ellefu merktir veiðistaðir sem margir hverjir eru mjög góðir laxastaðir enda er svæðið gengt hinu þekkta Nes svæði. Af helstu veiðistöðum má nefna Breiðeyri, Höskuldarvík, Tjarnarhólmaflúð, Bótastreng og Lönguflúð. Svæðið er 3,7 kílómetrar og leyfðar eru þrjár stangir snemmsumars en tvær frá 20. júní. Góð urriðaveiði er frá fyrsta degi en laxavon er frá lok júní en vex þegar líður á ágúst.

Hægt er að gista í veiðihúsinu við Vörðuholt sem stendur austan við ána með stórkostlegt útsýni yfir ána, Aðaldalinn og Skjálfanda. Í Vörðuholti er allt til alls, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofa, pallur og heitur pottur.

Tvær stangir eru á svæðinu frá 20. júní en þrjár fram að því og eru þær seldar saman. Aðeins er veitt á flugu og skal öllum laxi sleppt en taka má þrjá urriða undir 40 cm.

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 460 km
Veiðitímabil: 15. maí - 20. september
Meðalstærð: Urriði 2 kg, lax 5 kg
Fjöldi stanga: 2-3 (þrjár stangir til 19. júní)
Veiðibúnaður: Einhenda #4-8
Bestu flugurnar: Straumflugur, púpur og þurrflugur
Aðgengi: 4x4
Húsnæði: Vörðuholt (fylgir ekki með)

Myndir frá Árbót

Myndir frá Vörðuholti

Staðsetning