Veiði í eyðimörkinni

Kvíslarveita eða Kvíslavatn varð til á árunum 1980 – 1984 þegar Stóraverskvíslar, Svartá, Þúfuverskvíslar, Eyvindarverskvíslar og Hreysiskvíslar, sem runnu allar til Þjórsár, höfðu verið stíflaðar. Þá mynduðust uppistöðulónin þrjú, Stóraverslón, Svartárlón og Kvíslavatn. Þau eru 21 ferkílómetri alls, tengd skurðum og afrennsli þeirra liggur til Þórisvatns. Miklar urriða sleppingar voru á fyrstu árunum en núna er þar mikið af urriða mest um eitt til tvö pund. Uppistaða lónsins er jökullitað en bestu veiðistaðir vatnsins eru þar sem tærir lækir renna í það.

Allt agn er leyfilegt og er beita oft besta agnið þó er fluguveiði einnig öflug við vatnaskil tæru lækjanna. Heimilt er að veiða af bátum. 

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 220 km
Veiðitímabil: Meðan fært er að veiðisvæðinu
Meðalstærð: Urriði 1 kg
Fjöldi stanga: Ótakmarkaður
Leyfilegt agn: Fluga, Maðkur, Spún
Veiðibúnaður: Einhenda #4-6 eða kaststöng 5-25 gr
Bestu flugurnar: Straumflugur, spúnn og beita
Aðgengi: 4x4
Húsnæði: Ýmsir möguleikar

Myndir frá Kvíslarveitu

Veiðileyfi

Staðsetning