Klassískar laxaflugur - hnýtingarnámskeið

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir námskeið í hnýtingu á klassískum laxaflugum. Á námskeiðinu ætlar hinn kunni fluguhnýtari Bjarni Róbert Jónsson að miðla reynslu sinni.
Staðsetning: Húsakynni Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði.
Tímasetning:  20., 21. og 22. janúar 2020, kl. 19:00-23:00.

 

Athugið að námskeiðið er ekki fyrir byrjendur í fluguhnýtingum og gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð tökum á hefðbundnum fluguhnýtingum.

Námskeiðið er þrjú kvöld, fjórar klukkustundir í senn.

Nemendur fá allt efni á staðnum en gert er ráð fyrir að allir mæti með eigin væs og verkfæri.

 

Verð: 22.000 kr. námskeiðið sem er samtals tólf klukkustundir.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

Kennari

Bjarni Róbert er einn af þekktari fluguhnýturum landsins og hefur m.a. skrifað bækur um fagið. Hann hefur unnið til nokkurra verðlauna á þessu sviði og hefur um fjörtíu ára reynslu af flugugerð. Hann var atvinnuhnýtari í tvö ár og hélt sýningu á klassískum laxaflugum árið 1998.

SKRÁNING
Hvað: Fluguhnýtingarnámskeið - klassískar laxaflugur
Verð: 22.000 kr.
Staðsetning: SVH, Flatahrauni 29, Hfj.
Tími: 20., 21. og 22. janúar, kl. 19:00-23:00

Myndir

Staðsetning