Kaldakvísl/Tungnaá, holl í sjálfsmennsku

Kaldakvísl og Tungnaá með lúxus gistingu í sjálfsmennsku.
Núna í Júní munum við bjóða upp á þessa glæsilegu veiði með veiðihúsinu Þóristungum.  Seld verða tveggja daga holl í hálfum, heilum, hálfum og eru sex stangir seldar saman í pakka. Innifalið er Tungnaá og Kaldakvísl ásamt húsinu sem tekur tíu manns í gistingu. Á staðnum er fullbúið eldhús, gas grill, tvö salerni, þrjár sturtur glæsileg setustofa og stór pallur. Í bakgarðinum eru svo lækir sem renna í Sporðöldulón. Þar kraumar allt af bleikju þar sem menn geta náð sér í soðið. Aðeins er fært breittum 4x4 bílum að og með Köldukvísl en það má redda sér á smærri bíl meðfram Tungnaá. Þetta er kjörið fyrir fjölskyldur og hópa.

 

Stangardagurinn er á 32.500 og allt hollið á 390.000.

Leynd perla á hálendinu

Kaldakvísl hefur fram til þessa verið leynd perla á hálendinu. Áin geymir ótrúlegan bleikjustofn og geta stærstu bleikjurnar orðið allt að 10 pundum. Ekki er óalgengt að menn setji í 5-6 punda fiska. Í Köldukvísl er einnig að finna urriða sem líka getur orðið mjög stór. Þar sem um staðbundna stofna er að ræða er fiskur í ánni allt veiðitímabilið. Veiðisvæðið er 12 km og er fjórar stangir leyfðar. Náttúrufegurð á svæðinu er engu lík. Í ánni má finna stórkostleg gljúfur, fossa, stóra djúpa damma, langar grunnar breiður og allt þar á milli. Mokveiði getur verið í Köldukvísl einn daginn en þann næsta getur hún orðið mjög krefjandi. Kaldakvísl hefur því allt sem veiðimenn getur dreymt um og ekki er annað hægt en verða ástfangin af henni.

 

Tungnaá er af stofni til jökulá en hefur verið tær síðan árið 2014 vegna virkjunarframkvæmda Landsvirkjunar á hálendinu. Tungnaá er frekar lítil á og umhverfi hennar er mjög sérstakt þar sem hún liðast kristaltær niður stórbrotinn jökulfarveg. Í henni er að finna staðbundna bleikju sem getur orðið mjög stór, eða allt að 10 pund. Meðalþyngd er um 3 pund og ekki er óalgengt að setja í 5-6 punda fiska. Urriði er einnig í ánni. Veiðin í Tungnaá getur verið stórskemmtileg og mikið um sjónveiði, andstreymis með púpu eða þurrflugu. Veiðisvæðið er um 7 km. Leyfðar eru fjórar stangir í ánni og er öllum fiski sleppt.

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 150 km
Veiðitímabil: 15. maí - 30. september
Meðalstærð: Bleikja og urriði 1,5 kg
Fjöldi stanga: 6
Veiðibúnaður: Einhenda #4-6
Bestu flugurnar: Púpur, þurrflugur og straumflugur
Aðgengi: 4x4
Húsnæði: Veiðhúsið Þóristungum

Myndir frá Köldukvísl

Myndir frá Veiðihúsinu Þóristungum

Veiðileyfi

Öll verð miðast við eina stöng í 2 daga

Staðsetning