Fornfrægt stórlaxasvæði

Þetta skemmtilega tveggja stanga veiðisvæði á sér langa sögu. Mikið magn af laxi, sjóbirtingi og bleikju gengur um svæðið. Allur lax á leið í Brúará, Stóru Laxá, Litlu Laxá, Tungufljót, Fossá og Dalsá fer um svæðið. Hamrar eru við ármót Brúarár og Hvítár. Laxinn á það til að hanga í skilum fersk- og jökulvatnsins langt fram á haust áður en hann gengur upp árnar til hrygningar. Því er spennandi að kasta á skilin. Þrír merktir veiðistaðir eru á svæðinu, Hamrar, Ullarklettur og Hængaklettur. Þeir eru allir stórir og miklir en fiskur getur legið á öllu svæðinu og því um að gera að veiða svæðið allt vel. Hamrar geta oft geymt stóra fiska.Veitt er á tvær stangir á svæðinu.

Seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds. Veiðitími er að hámarki 12 klukkustundir á dag á tímabilinu frá kl. 7 til 22.

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Hver stöng má aðeins drepa tvo laxa á dag. Eftir það skal sleppa öllum laxi.

 

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 80 km
Veiðitímabil: 24. júní - 24. september
Meðalstærð: Lax 3,5 kg
Fjöldi stanga:
Veiðibúnaður: Einhenda eða tvíhenda #7-9
Bestu flugurnar: Laxaflugur og túpur
Aðgengi: Fólksbílafært
Húsnæði: Lítið veiðihús fylgir. Eitt svefnherbergi, stofa og eldhús

Myndir frá Hömrum í Hvítá

Staðsetning