Gljúfurá

Gljúfurá er nett og falleg þriggja stanga á í Húnavatnssýslu. Áin á upptök sín á heiðum austan Víðidalsfjalls og rennur í Hópið. Veiðistaðir í Gljúfurá eru hver öðrum fallegri og mjög fjölbreyttir. Hluti árinnar rennur í giljum og gljúfrum eins og nafnið gefur til kynna og þarf því að brölta örlítið að sumum veiðistöðum. Jeppafær vegslóði er frá ósi og langt upp eftir en á allra efstu svæðin þarf að ganga og því eru þau oft vel hvíld. Laxastigar í ánni koma í veg fyrir alla tálma og á laxinn greiða leið langt inn á heiði. Áin leynir á sér vegna smæðar sinnar en líkt og aðrar húnverskar ár þá geymir hún mjög stóra laxa. Laxinn er seingenginn í Gljúfurá og er besti tíminn í ágúst og september.

Verulega góð sjóbleikju- og sjóbirtingsveiði getur verið í ós gljúfurár og byrjar hún yfirleitt í maí og stendur yfir allt tímabilið. Bleikjan er mest á bilinu eitt til þrjú pund en sjóbirtingurinn á það til að ná sex pundum. Á heiðinni er staðbundinn urriði sem er alla jafnan eitt til þrjú pund.

Eingöngu er veitt á flugu í Gljúfurá og er skylt að sleppa öllum laxi. Heimilt er að taka bleikju og sjóbirting í soðið en veiðimenn skulu gæta hófs.

Veiðihúsið er stórglæsilegt með útsýni yfir ána. Svefnpláss er fyrir fimm í tveimur tveggja manna herbergjum og einu eins manns. Allt er til alls í húsinu, heitur pottur, grill og góður pallur. Áin er frábær kostur fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig með heila á. Stutt er í alla þjónustu á Blönduósi eða aðeins tíu mínútna akstur.

 

 

Veiðimenn koma með eigin rúmföt og eiga skila húsinu hreinu frá sér

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 200 km
Veiðitímabil: Maí - september
Meðalstærð: Lax 2,5 kg, bleikja og urriði 1-2 kg
Fjöldi stanga: 3
Leyfilegt agn: Fluga
Veiðibúnaður: Einhenda #5-7
Bestu flugurnar: Laxaflugur, púpur og straumflugur
Aðgengi: 4x4
Húsnæði: Veiðihúsið við Gljúfurá

Veiðileyfi

Staðsetning