Námskeið í hnýtingu þurrflugna

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir námskeið í hnýtingu þurrflugna. Kennararnir Miroslaw Senderski og Michał Zapał sem koma hingað til lands sérstaklega til að halda námskeiðið eru listamenn þegar kemur að þurrfluguhnýtingum.
Staðsetning: Húsakynni Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði.
Tímasetning: Miðvikudagur 13. mars 2019 klukkan 19:00-21:00.

 

Þurrfluguveiði hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Samhliða þeirri aukningu hafa þurrfluguhnýtingar einnig aukist en það getur verið töluverð kúnst og nákvæmnisvinna að hnýta góða þurrflugu.

Kennararnir Miroslaw Senderski og Michał Zapał sækja okkur heim til að kenna okkur þessa einstöku list. Það er mikill heiður að fá þessa færu kennara og fá að læra af þeim.

Æskilegt er að nemendur hafi að lágmarki grunnþekkingu í fluguhnýtingum en ekkert er því til fyrirstöðu að reyndir hnýtarar taki þátt. Kenndir verða tveir hnýtingarstílar á námskeiðinu, annars vegar „Catskill“ stíll (bandarískur stíll) og hins vegar evrópskur stíll.

Innifalið í þátttökugjöldum er allt efni en nemendur koma sjálfir með eigin væs og tól. Hægt er að fá lánuð tól ef nemendur eiga ekki slíkt.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar að Flatahrauni 29 í Hafnarfirði þann 13. mars klukkan 19:00-21:00.

Verð: 16.900 kr. námskeiðið.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

ATH. AÐ KENNSLA FER FRAM Á ENSKU.

Kennarar

Miroslaw Senderski er pólskur að uppruna en hefur verið búsettur í Finnlandi síðastliðin ellefu ár. Hann byrjaði að hnýta fyrir aðeins sjö árum en hefur náð gríðarlegum árangri á þessum stutta tíma. Hann hefur hnýtt á fjölda veiðisýninga í Evrópu undanfarin ár. Miroslaw hefur tileinkað sér „Catskill“ hnýtingarstíl sem er bandarískur stíll. Hann notar stífar hnakkafjaðrir úr stokkönd og brúðönd og aðeins náttúrulega „dubbing“ ull. Þessar samsetningar gera flugurnar einstaklega fallegar. Miroslaw er einnig listmálari og viðfangsefni hans eru oftast tengd ástríðu hans fyrir veiði, þ.e. fiskar og flugur.  

Nánar frá þessum fjölhæfa listamanni: 
Grein af Eat, Sleep, Fish 
Instagram

Michał Zapał er ástríðufullur hnýtari, veiðimaður og leiðsögumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Póllandi þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og ketti. Hann hefur veitt frá blautu barnsbeini en fyrstu skrefin steig hann með afa sínum við ána Wisla þar sem hann veiddi geddur, vatnakarfa og aðra ferskvatnfiska. Hann veiddi á beitu og spún þar til fyrir 25 árum en þá byrjaði hann að veiða á flugu og fór strax að hnýta sínar eigin flugur. Í dag er Michał atvinnuhnýtari og leiðsögumaður. Hann rekur sitt eigið fyrirtæki sem heitir Live 4 Fly Fishing. Hann hnýtir og selur flugur og efni um allan heim. Einnig ferðast hann víða á sýningar í Evrópu til að sýna listir sínar.

Nánar frá þessum fjölhæfa hnýtara: 
Vefur Live 4 Fly Fishing 
Instagram

SKRÁNING
Hvað: Þurrfluguhnýtingar
Verð: 16.900 kr.
Staðsetning: SVH, Flatahrauni 29, Hfj.
Tími: 13. mars kl. 19:00-21:00.
Loading...

Myndir af flugum Miroslaw og Michał

Staðsetning