Fluguhnýtingarnámskeið fyrir byrjendur

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir byrjendanámskeið í fluguhnýtingum. Á námskeiðinu ætlar hinn kunni fluguhnýtari Sigurberg Guðbrandsson að miðla reynslu sinni.
Staðsetning: Húsakynni Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði.
Tímasetning: Þriðjudagana 28. Janúar og 4 Febrúar, kl. 19:00-21:30

 

Námskeiðið er tvö kvöld, 2,5 klukkustundir í senn. Þar mun Sigurberg kenna helstu handtökin við hnýtingar og nemendur munu læra að hnýta ákveðnar flugutegundir.

Fyrra kvöldið munu nemendur læra að hnýta púpur og munu hnýta Peacock og Pheasant Tail sem báðar eru mjög gjöfular púpur og byggja góðan grunn fyrir flóknari flugur.

Seinna kvöldið munu nemendur hnýta straumflugurnar Nobbler og Black Ghost sem lengi hafa verið mjög gjöfular á hér á landi.

Íslenska fluguveiðiakademían útvegar öll tæki og tól en nemendur geta að sjálfsögðu komið með eigin tæki ef þeir óska þess.

Verð: 16.900 kr. námskeiðið sem er samtals fimm klukkustundir.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

Kennari

Sigurberg Guðbrandsson lærði sjálfur að hnýta þegar hann fór sjö ára gamall á fluguhnýtingarnámskeið og hefur hnýtt mikið alla tíð síðan. Hann fer erlendis á sýningar þar sem hann sýnir listir sínar í fluguhnýtingum og hefur hann mikla sérstöðu þegar kemur að hnýtingum á litlum laxaflugum. Hann vinnur sem leiðsögumaður í laxveiði á sumrin og eru fluguveiðar og fluguhnýtingar mikil ástríða hjá honum.

SKRÁNING
Hvað: Fluguhnýtingarnámskeið
Verð: 16.900 kr.
Staðsetning: SVH, Flatahrauni 29, Hfj.
Tími: 28. Janúar og 4 Febrúar, kl. 19:00-21:30
Loading...

Myndir

Staðsetning