Fellsendavatn

Fellsendavatn er í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík, og í aðeins 19 km fjarlægð frá Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum.  Þetta er í fyrsta vatnið sem komið er að þegar keyrt er til Veiðivatna frá Hrauneyjum, en í vatnið var sleppt urriðaseiðum sem hafa fengið að dafna.

Aðgengi að vatninu er gott og hægt að keyra nánast allveg að bakanum. Þó skal fara varlega á smærri bílum að festa sig ekki í sandinum.

Helstu veiðistaðir eru við ströndina að norðan, en ganga inn með vatninu að austan og vestan getur gefið góða veiði líka.

Leyfilegt agn í vatninu er fluga, maðkur og spúnn. Daglegur veiðitími er frjáls en þó ekki lengur en 12 klukkustundir á dag.

Sá litli gróður sem er í kringum vatnið er mjög viðkvæmur og biðjum við veiðimenn að ganga vel um náttúruna.

 

KAUPA VEIÐILEYFI
Fjarlægð frá Reykjavík: 160 km
Veiðitímabil: Meðan fært er að veiðisvæðinu
Meðalstærð: Urriði
Fjöldi stanga: 10
Leyfilegt agn: Fluga, Maðkur, Spún
Veiðibúnaður: Einhenda #4-7, Kastöng
Bestu flugurnar: Straumflugur og púpur, beita og spún
Aðgengi: 4x4
Húsnæði: Ýmsir möguleikar

Myndir frá Fellsendavatni

Veiðileyfi

Staðsetning