Fish Partner Veiðifélag - Flugan Friggi - Laxa nammi í mikluvatni
Svartur Friggi

Flugan Friggi

Flugan Friggi

 

Baldur Hermannsson er höfundur flugunar Frigga.

Baldur er múrameistari, fluguhnýtari og leiðsögumaður af og til í Þverá/Kjarrá.

 

Baldur sendi okkur hér skemmtilega sögu um í hvaða tilgangi Friggi var upphaflega hannaður. En Friggin er gríðarlega veiðin sérstaklega eins og núna þegar vatn er mikið í ánum. 

 

Flugan Friggi er skírð í höfuðið á bróður mínum heitnum sem var fyrstur til að veiða á hana.

Flugan Friggi var upphaflega búin til fyrir vatnaveiði á bát. Í sjóbirtingsveiði í Flókadalsá í Fljótum með góðum árangri.

Árið 2005 var hinn svokallaði keilu Friggi reyndur í fyrsta sinn í laxveiði og virkaði strax ótrúlega vel.

Hnýting Frigga er frekar óvenjuleg öðrum flugum. Þ.e.a.s vængformið er óvenjulegt og vængirnir tveir í stað eins á hefðbundnum flugum. Og aðferðin frekar líkari urriðahnýtingu heldur en hefðbundnum laxaflugum.

Best finnst mér að veiða sem mest þverkastað og láta hann reka frjálst í straumi.

 

Friggin hefur sannað sig hérlendis sem erlendis og er klárlega ein sem ætti að vera í boxi allra veiðimanna. 

 

Nánari upplýsingar um Friggan má finna á Facebook síðu Frigga:

 

https://www.facebook.com/Friggi-Salmon-Fly-594530937365159/

 

Og þeir sem vilja næla sért í eintak geta verslað hann í  eftirfarandi verslunum: 

 

Veiðiflugur: https://veidiflugur.is/framleidandi/friggi/

Veiðifélagið: https://veidifelagid.is/collections/flugur

Veiðiríkið Akureyri: http://veidirikid.is/

 

Baldur Hermansson, Höfundur Frigga Svartur Friggi Þýskur Friggi Rauður Friggi Svartur Friggi

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Grenilækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil.