Flugan Friggi
Baldur Hermannsson er höfundur flugunar Frigga.
Baldur er múrameistari, fluguhnýtari og leiðsögumaður af og til í Þverá/Kjarrá.
Baldur sendi okkur hér skemmtilega sögu um í hvaða tilgangi Friggi var upphaflega hannaður. En Friggin er gríðarlega veiðin sérstaklega eins og núna þegar vatn er mikið í ánum.
Flugan Friggi er skírð í höfuðið á bróður mínum heitnum sem var fyrstur til að veiða á hana.
Flugan Friggi var upphaflega búin til fyrir vatnaveiði á bát. Í sjóbirtingsveiði í Flókadalsá í Fljótum með góðum árangri.
Árið 2005 var hinn svokallaði keilu Friggi reyndur í fyrsta sinn í laxveiði og virkaði strax ótrúlega vel.
Hnýting Frigga er frekar óvenjuleg öðrum flugum. Þ.e.a.s vængformið er óvenjulegt og vængirnir tveir í stað eins á hefðbundnum flugum. Og aðferðin frekar líkari urriðahnýtingu heldur en hefðbundnum laxaflugum.
Best finnst mér að veiða sem mest þverkastað og láta hann reka frjálst í straumi.
Friggin hefur sannað sig hérlendis sem erlendis og er klárlega ein sem ætti að vera í boxi allra veiðimanna.
Nánari upplýsingar um Friggan má finna á Facebook síðu Frigga:
https://www.facebook.com/Friggi-Salmon-Fly-594530937365159/
Og þeir sem vilja næla sért í eintak geta verslað hann í eftirfarandi verslunum:
Veiðiflugur: https://veidiflugur.is/framleidandi/friggi/
Veiðifélagið: https://veidifelagid.is/collections/flugur
Veiðiríkið Akureyri: http://veidirikid.is/