Undanfarin 2 ár höfum við staðið að átaki í merkingum á sjóbirtingi á Skaftársvæðinu, í samstarfi við Laxfiska.
Þó alltof snemmt að lesa eitthvað úr þeim rannsóknum hafa engu að síður ýmsir merkilegir hlutir komið í ljós.
Víðförul Hryggna
Seinnipart Október 2022 var 60cm hryggna merkt númer #1377 í Þverárvatni (Þverárvatn er nafn efra svæðis Fossála) í um 33km fjarlægð frá sjó.
14.apríl 2023 veiddist þessi hryggna aftur, þá í Breiðbalakvísl. Hún hafði þá gengið um 13km niður Þverárvatn að Vatnamótum og 5km upp Skaftá og Breiðbalakvísl þar sem hún veiddist í annað sinn.
Að öllum líkindum hefur henni hugnast veturseta í Breiðbalakvísl/Geirlandsá betur en í Fossálum/Þverárvatni að lokinni hryggningu. En vatnshitinn í Fossálum/Þverárvatni er töluvert lægri
Vaxtarhraði
Hafa ber í huga að mælingar eru aldrei 100% nákvæmar en engu að síður er áhugavert að rýna í vaxtarhraða sjóbirtings á Skaftársvæðinu.
#1371 var merktur í Vatnamótum 3.september 2022 þá 43cm, veiddist aftur í Vatnamótum rúmu ári síðar þá 58cm
Þarna er um að ræða 15cm stækkun á rúmu ári.
#823 Hryggna var merkt í Vatnamótum 1.maí 2023, þá 47cm. Veiddist aftur í Fossálum 6.september 2023 þá 55cm og hafði vaxið um 8cm
#1477 hængur var merktur 6.maí 2022 í Vatnamótum þá 62cm. Veiddist aftur í Geirlandsá í September 2022 þá 76cm!
Vöxtur upp á 14cm á rúmum 4 mánuðum.
Fiskar sem merktir voru að hausti og veiddir aftur að vori höfðu yfirleitt stækkað lítið sem ekkert, sem kemur lítið á óvart en þó mældust einhverjir 1-2cm stærri, sem fellur hugsanlega undir skekkjumörk mælinga.
Fiskar sem veiddust að vori og aftur að hausti höfðu undantekningalaust stækkað umtalsvert, frá 3-15cm, þó yfirleitt 4-6cm.
Merktir fiskar
Ef þú veiðir merktan fisk einhverstaðar á Skaftársvæðinu viljum við vinsamlegast biðja ykkur að koma upplýsingum á okkur eða til Laxfiska.
Helstu upplýsingar sem við leitumst eftir er númer merkis, veiðistaður, dagsetning, lengd/þyngd fisks.