Laxinn mættur á Torfastaði
Fish Partner hefur hafið sölu á veiðileyfum á Torfastöðum í Soginu. Góð bleikjuveiði er á svæðinu og góð laxveiði getur verið á helsta göngutímanum. Staðfest er að laxinn er mættur í Sogið og því tilvalið að skella sér í laxveiði steinsnar frá Reykjavík á kostakjörum. Nánari upplýsingar um svæðið ásamt veiðikorti og veiðistaðalýsingu er að finna hér á síðunni.
Hægt er að kaupa veiðileyfi beint í vefsölunni okkar.
[ngg_images display_type=“photocrati-nextgen_basic_thumbnails“ gallery_ids=“24″ show_slideshow_link=“0″]