Efri-Brú í Úlfljótsvatni verður inni í Veiðifélaga áskrift sumarið 2022. Þó takmarkast stangarfjöldi á svæðinu við 5 stangir, svo nóg pláss verður fyrir veiðimenn. Ólíkt öðrum Veiðifélaga svæðum þurfa félagar því að bóka stöng í vefsöluni fyrirfram vegna þessara stangartakmarkana.
Svæðið er stórt og fjölbreytilegt og leyfðar eru fimm stangir. Svæðið er í suðausturhluta vatnsins og nær frá gamla skúrnum við Kallhól og niður að girðingu á Kvíanesi (sjá kort). Töluverður straumur er í rennunni á milli Flateyjar og Kvíaness sem geymir oft boltableikjur og einnig mjög væna urriða. Gott er að nota stóran tökuvara og mjög langan taum og andstreymisveiða rennuna með þungum púpum. Fyrir daga virkjana var þar foss með meters fallhæð. Talið er að þar hafi verið hrygningarstaður urriðans að hausti. Bleikjuveiðin getur orðið ævintýralega góð á sumrin á svæðinu og meðalvigtin í hærri kantinum.
Efri-Brú er eitt tveggja veiðisvæða Veiðifélaga sem aðeins má veiða á flugu.
Veiðireglur
Veiðifélagar veiða frítt á Efri-Brú
Stangarfjöldi er takmarkaður við 5 stangir og þurfa Veiðifélagar að bóka stangardag í vefsöluni.
Aðeins má veiða á flugu
10 bleikju kvóti á dag
Öllum urriða skal sleppt sem og bleikju yfir 45cm