Dóná Til Fish Partner! - Fish Partner

Dóná Til Fish Partner!

Fish Partner hefur gert langt tíma samning við Ungverska ríkið um einkaleigu á öllum veiðirétti í Dóná

Um er að ræða stærsta samning um veiðisvæði sem gerður hefur verið á heimsvísu, og nær hann yfir bæði austur og vestur bakka árinnar.  

Ánni verður skipt upp í 32 veiðisvæði og munu 8 stangir geta veitt hvert svæði fyrir sig.

Margar fisktegundir ganga ýmist upp Dóná, eða eru þar staðbundnar. Þar á meðal má nefna aborra, harra, styrjur, urriða, áll, gedda, leirgedda og vatnakarfi svo fátt eitt sé nefnt. Nokkur laxavon er á haustin og þar er austurbakkinn virkilega góður kostur. 

Blandað agn verður leyfilegt en þó verða 15 svæði þar sem eingöngu verður leyfð fluguveiði, þar á meðal 5 efstu svæði árinnar, þar sem öllum fiski skal sleppt. Leyfilegt verður þó að hirða eina leirgeddu (undir 69cm) á stöng, á dag.

Samið hefur verið við 32 leiðsögumenn af svæðinu sem munu þjónusta veiðimenn af kostgæfni. 

Gisting verður fáanleg á hverju svæði, bæði í sjálfsmennsku sem og í fullri þjónustu. 

Veiðifélagar munu fá sérstök kjör á pakkaferðum sem verða í boði í vefsölu Fish Partner en samið hefur verið við flugfélagið Wizz Air sem mun sjá um að fljúga veiðimönnum á milli landa. Pakkarnir munu birtast í vefsölunni á allra næstu dögum en verði verður stillt verulega í hóf á meðan reynsla kemst á svæðið. 

Þetta er sannarlega mikill happafengur fyrir Fish Partner, sem og íslenska veiðimenn, en Dóná hefur jafnan verið kölluð “Hinn duldi demantur straumvatnsveiði í Evrópu”

Til hamingju Ísland!

Kristján Páll Rafnsson undirritar tímamótasamning um veiðiréttindi í Dóná!
Ístván yfirgæd á svæði fimm með 163cm leirgeddu sem hann fékk á bleikan nobbler númer 10. Fisknum var sleppt að lokinni myndatöku.
Risa Leirgeddan
Balazs með 25punda abborra sem tók hrossamakríl með sökku. Viðureignin var löng og strembin. Balazs hefur veitt í Dóná frá unga aldri en hann lét reykja fiskinn hjá Budasmoke sem er reykhús  stðasett bænum
Esztergom
Bolta fiskur sem tók blán dropa rétt neðan við ráðhúsið í Budaðest. Veiðimaðurinn er  Bartalan. Fisknum var slept að viðureign lokinni þrátt fyrir særindi. Hann fékk að njóta vafans eins og lög gera ráð fyrir á þessu svæði.
Bolárka fékk þessa flottu geddu í morgun á spún (Finnska lippu) á næðsta svæðinu. Hún ætlar að halda veislu og heil steikja fiskinn fyrir vini og kunningja í kvöld. Hún tók það sérstaklega fram að boðið yrði upp á Rúmenskt Palinka með matnum!

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Grenilækur rennur í Landbroti vestan við Kirkjubæjarklaustur. Lækurinn er eitt af bestu sjóbirtingsveiðisvæðum heims og hefur notið gríðarlegra vinsælda um árabil.