Copper John - Fish Partner
Copper John Fluga

Copper John

Flugan Copper John var upphaflega hönnuð og hnýtt af John Barr árið 1993. Eins og oft vill verða þá tók það John nokkur ár að fullmóta hugmyndina á bak við fluguna og segja má að flugan hafi ekki verið fullkláruð fyrr en árið 1996.

Í upphaflegu útgáfunni notaði John venjulegan koparvír í búkinn og fjaðrir af ungverskri akurhænu í skott og lappir. En með tíð og tíma og framboði af nýjum efnum breyttist flugan talsvert þó svo að upphaflega hugmyndin héldi sér.

Classic Copper John
Upphaflega og sennilega þekktasta útgáfan af Copper John

Það hefur oft verið rætt hverju nákvæmlega Copper John líkir eftir. Margir vilja meina að flugan sé frábær eftirlíking af steinflugu sem finnst víða í ám í Bandaríkjunum og er mikilvæg fæða fyrir ferskvatnsfiska þar. Litirnir eru þó ekki alveg þeir sömu en auðveldlega má líkja betur eftir steinflugunni með því að breyta litasamsetningunni lítillega. Steinflugur eru þó alls ekki algengar á Íslandi og því varla hægt að segja að þær séu mikilvægur hluti af fæðunni hjá silungnum okkar. 

Copper John Rauður Red
Rauður CJ hefur oft virkað vel

En þrátt fyrir það eru margir íslenskir veiðimenn sem halda mikið upp á Copper John, nota hann óspart og veiða vel á hann. Margir hafa t.a.m trölla trú á Copper John þar sem skötuorm er að finna og telja hann góða eftirlíkingu af honum. Það er því um að gera að hafa nokkra með sér ef stefnan er tekin á hálendisvötnin. 

Það sem Copper John hafði þó helst fram yfir aðrar sambærilegar púpur þegar hún ruddi sér til rúms var fyrst og fremst hversu þung hún er. Búkurinn er eins og áður segir gerður úr kopar vír, blývafningar eru gjarnan settir undir frambúkinn og svo brass kúla fremst. Þetta gerði það að verkum að flugan náði að sökkva vel og var því virkilega vinsæl sem “point fly” í dropper setup. Með tilkomu tungsten kúlanna er þó auðvelt að ná fram sömu þyngd á nánast hvaða flugu sem er og fyrir vikið hefur Copper John örlítið horfið af sjónarsviðinu. 

Undanfarið hefur hún þó notið aukinna vinsælda í sjóbirtingsveiði og eru þá gjarnan settar gúmmílappir á fluguna til þess að gefa henni aukna hreyfingu í vatninu. Algjörlega nauðsynlega í boxið ef renna á fyrir sjóbirting.

Rubber legs Copper John
CJ með gúmmílöppum getur gert kraftaverk í sjóbirtingsveiði

Að hnýta Copper John er auðvelt. En um leið áskorun því það eru nokkrir þættir sem vert er að hafa í huga.T.d er gott að vanda sig þegar verið er að byggja undir vírinn því allar ójöfnur í hnýtingaþræðinum sjást virkilega vel þegar vírinn er vafinn ofan á þær. Margir eiga í erfiðleikum með skottið á flugunni en ef stíffanirnar láta illa að stjórn þá er sjálfsagt að skipta þeim út fyrir nokkrar pheasant tail fanir eða aðrar sambærilegar.

Orginal CJ

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.