Frábær veiði á Kárastöðum!
Það er óhætt að segja að það sé búin að vera frábær veiði á Kárastöðum það sem af er tímabili. Þetta margrómaða stór-urriðasvæði opnaði 1. apríl síðastliðinn og eftir að ísa tók að leysa almennilega hafa veiðimenn verið að setja í, og landa, mikið af gullfallegum urriða. Það er algjörlega ólýsanlegt að glíma við þingvallaurriðann. […]