Veiðisvæðið í Sandá breytist og stækkar! Frá og með komandi tímabili mun veiði neðar brúar vera leyfileg, auk þess sem veiða má ós Sandár og Þjórsár. Leyfilegt verður að veiða 200 metra upp og niður bakka Þjórsár, við ármótin. Þetta er mikil bót fyrir veiðisvæðið því laxinn á það til að hanga niðri í ármótum fram á síðla sumars, eða þangað til að vatn eykst í Sandánni.
Veiðileyfin eru nú fáanleg í vefsölunni á https://fishpartner.is/veidisvaedi/sanda-i-thjorsardal/
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins