Fish Partner Veiðifélag - Bleikjuveiði á Þingvöllum -
Úlfljótsvatn-Bleikja

Bleikjuveiði á Þingvöllum

Bleikjuveiði á þingvöllum

Við fengum Benedikt Þorgeirsson, sérfræðing í bleikju veiði á Þingvöllum, til að gefa okkur nokkur ráð fyrir bleikju tímabilið sem er að renna í garð:
Bleikjuveiði á þingvöllum

Ég er bara að eltast við Kuðungableikjur en Þór Nielsen sagði eitt sinn við mig að rétti tíminn til að fara leita að þeim er þegar fyrstu laufin fara að blómgast á trjánum við vatnið. 

Ég nota eingöngu Flotalínu og langan taum. Ég reyni að vera með sem léttastar græjur og fer í fjarka þegar færi gefst annars fimma og sexa ef það er þokkaleg gjóla.

Það þarf að veiða djúpt. Ef þú ert ekki að festa og týna flugum þá ertu ekki að veiða nógu djúpt. Ég er alltaf með þyngdar flugur svo þær sökkvi sem hraðast framhjá Murtunum sem ryksuga allt upp í yfirborðinu

Inndrátturinn er löturhægur, varla að ég hreyfi fluguna því Bleikjan er jú að éta Bobba sem silast um eftir botninum eða liggja á grjóti. 

Takan er yfirleitt varla eitthvað sem þú finnur fyrir og því er nauðsynlegt að hafa augun á línunni og bregða við hratt.  Bleikjan er allan daginn að týna uppí sig allt sem fyrir henni verður  og er fljót að spýta útur sér ef tilfinninginer ekki rétt. Þú hefur eflaust sett í fleiri Bleikjur en þér grunar á Þingvöllum svo grönn er takan.

Ég nota talsvert stórar púpur á silungamælikvarða og notast mest við stærð #10 og #12. Mest veiði ég á Peacock sem ég hnyti sjálfur, extra feitan, svo hann taki á sig kuðungalíki með flou orange kúluhaus. Næsta fluga er Svartur Killer eftir meistara Þór Nielsen og að lokum ein heimahnýting sem heitir Finnskur Bobbi. Í raun gæti ég veitt allt sumarið þarna á þessar þrjár flugur.  Einnig ber að nefna að Krókurinn er mjög sterkur þarna ásamt Þingvallabobba

Ég er yfirleitt með dropper og efri flugan er þá nánast undantekningarlaust Friskó eða Langskeggur.  Ef inndrætti er hraðað er mjög sterkt að vera með Krók niðri og annaðhvort Friskó eða Langskegg uppi og sú taktík gefur stundum Sílableikju sem geta verið hroðalegar.  Talandi um Sílableikjuna, ef það gerir skítaveður og öldugang þá er hún oft á sveimi og þá er um að gera að skipta bara í Straumflugu, í versta falli seturu kannski í Urriða.

Taumefnið er yfirleitt FlouCarbon og það þarf ekki að hika við að fara í 8-12 punda taum en Bleikjan er ekki taumstygg.

Að lokum ber að nefna að Bobbableikjan er oft við harðaland að næra sig og leita að æti, það þarf ekki að vaða uppí geirvörtur á flestum stöðum. 

Svo er það með þetta eins og flest annað að þetta er ekki algilt, stærsta Bleikja sem ég hef veitt á Þingvöllum tók Pete Ross.

Að lokum langar mér að hvetja menn til að ganga vel um landið og bráðina. Sýna landinu, mönnum og dýrum virðingu. Hafa gott bil á milli manna, sýna hófsemi og skilja ekkert eftir nema í versta falli fótsporin.

Benedikt Þorgeirsson 

Instagram: Highlandtroutfishing

Youtube: Highlandtroutfishing

Bleikja úr þingvallavatni vatna bobbi fluga Bleikju sporður Peacock með hot head Flugubox Flugur Bleikja Flugur Krókurinn Bobbi

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.