Frábær bleikjuveiði

Sílableikjan er mætt á Kaldárhöfða!

Frábær bleikjuveiði hefur verið á Kaldárhöfða í Þingvalla- og Úlfljótsvatni síðustu daga og engar smá kusur hafa fengist.

Í Úlfljótsvatni á milli lands eyjar við Steingrímsstöð er mikið magn af bleikju. Veiðimaðurinn Robert Nowak sannaði það og gerði feikna veiði á boltableikjum nýverið og var sú stærsta 70 cm og algerlega kringlótt. Robert áætlaði hana allt að tíu pund.

Veiðin hefur einnig verið góð í Þingvallavatni og þá sérstklega í Skútavíkinni, á milli veiðistaða fjögur og fimm (sjá kort á www.fishpartner.is).

Kaldárhöfðinn er þekktur fyrir stórar sílableikjur, ólíkt þjóðgarðinum þar sem kuðungableikjan ræður ríkjum. Einnig er mikið af urriða á svæðinu en þeir stóru mæta yfirleitt í ágúst Þingvallavatnsmegin. Það eru þessir gömlu Sogsarar eins og þeir eru kallaðir.

Veiðileyfið kostar aðeins 3.900 kr. stöngin og hægt er að kaupa beint hér á vefsölunni:
https://fishpartner.is/locations/kaldarhofdi/