Björgunarvesti á Þingvöllum - Fish Partner Veiðifélag
Veiðimaður að veiða þingvallavatn

Björgunarvesti á Þingvöllum

Björgunarvesti á Þingvöllum

Stjórn Fish Partner tók ákvörðun síðastliðið sumar um að útvega öllum veiðimönnum sem veiða á svæðum félagsins á Þingvöllum og Úlfljótsvatni björgunarvesti. Einnig munum við bæta við björgunarhringjum og kastlínum á svæðum okkar. Þetta er liður í áætlun okkar um bætt öryggi veiðimanna. Björgunarvestin eru upplásin og eru ekki fyrirferðamil þannig að allir ættu að geta smellt þeim á sig án þess að þau flækist fyrir við veiðarnar. Vestin eru viðurkennd og uppfylla alla nýjustu staðla og eru framleidd í Bretlandi. Þau verða staðsett í kössum á veiðisvæðum okkar þannig vel aðgengileg fyrir veiðimenn sem veiða á svæðum okkar.
Hér má sjá myndband hvernig vestin virka:
Hég er geta menn svo verslað vestin beint á netinu
Kassar með slíkum vestum verða settir upp á eftirfarandi svæðum:

Vinsæl veiðisvæði

Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.
Síðsumarsá í stóbrotinni náttúru – Þessi tveggja stanga perla og rennur í gríðarlega fallegu, skógi vöxnu, umhverfi í Þjórsárdal.