Bakkaá bætist í flóru Fish Partner - Fish Partner
Lax laxá

Bakkaá bætist í flóru Fish Partner

Bakkaá bætist í flóru Fish Partner

Bakkaá í Bakkafirði er komin í almenna sölu í fyrsta sinn og sér Fish Partner um sölu veiðileyfa.

Bakkaáin lætur ekki mikið yfir sér en hún getur geymt mjög stóra laxa. Eins og flestir vita þá veiddist stærsti stnagveiddi lax á Íslandi í Bakkaá árið 1992 af Marínó Jónssyni. Laxinn var hoplax og vó hann 43 pund og var 130 cm.

Eingöngu er veitt á flugu í Bakká og mega veiðimenn taka einn lax á stöng á dag en allri bleikju er sleppt. Skráningar á afla hafa verið takmarkaðar undanfarin ár en laxgengd í ána er töluverð, enda í nágreni margra af bestu laxveiðiám landsins. Hafa menn gert þar góða veiði á undanförnum árum. 

Áin er fullkomin fluguveiðiá og þá sérstaklega fyrir hitch og yfirborðs veiði. Það verður gaman að sjá hvað þessi litla perla mun gefa þetta árið. 

Hægt er að kaupa veiðileyfi beint í vefsölunni okkar.

Vinsæl veiðisvæði

Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Arnarvatnsheiðin er eitt gjöfulasta silungsveiði svæði landsins
Sennilega stórbrotnasta svæði Þingvallavatns – Kárastaðir eru við norðanvert Þingvallavatn skammt frá ós Öxará
Villingavatn, eða Tjörnin, lætur ekki mikið yfir sér en geymir þó mikið af urriða sem margir hverjir eru mjög stórir.