Árnefndir

Fish Partner auglýsir nú eftir fólki í árnefndir. 

Vegna mikils vaxtar félagsins uppá síðkastið höfum við ákveðið að auglýsa eftir fólki í árnefndir. Árnefndarstarfið er skemmtilegt og gengur út á létt viðhald húsa, koma fyrir skiltum, veiðibókum og ýmisskonar tilfallandi fyrir og eftir hverja vertíð. Verkin eru misjöfn á milli svæða.  Það er mikill ávinningur að vera í árnefnd þar sem menn fá að launum ýmis holl og annað góðgæti. Það er mikill plús ef umsækjendur geti valdið hamri og hafi ekki verkkvíða. 

Að þessu sinni auglýsum við eftir mannskap á eftirfarandi svæði:

Köldukvísl og Tungnaá. (Sex einstaklingar)

Tungufljót í Skaftártungu. (Fjórir einstaklingar)

Svæði félagsins á Þingvöllum og Úlfljótsvatni. (Sex einstaklingar)

Í hverri árnefnd er skipaður einn formaður og svo nefndarmenn. 

Sendið umsóknir á info@fishpartner.com. Láttu fylgja smá upplýsingar um þig og hvaða kosti þú hefur.

Umsóknarfrestur er til 1 júní 2020.