Á námskeiðinu ætlar hinn kunni fluguhnýtari Sigurberg Guðbrandsson að miðla reynslu sinni. Námskeiðið er tvö kvöld, 2,5 klukkustundir í senn. Þar mun Sigurberg kenna helstu handtökin við hnýtingar og nemendur munu læra að hnýta ákveðnar flugutegundir.