Nú þegar endurbókanir eru að klárast erum við byrjaðir á fullu að bóka leyfi fyrir næsta ár.
Vefsalan fer í loftið um áramót en hægt er að bóka leyfi fram að því með því að hafa samband á info@fishpartner.com
Hér að neðan eru dæmi um spennandi leyfi sem eru boði.
Vatnamót
Mikið fór í endursölu en við eigum nokkur laus holl á besta tíma.
3. – 5. apríl
11. – 13. apríl
Nokkur ágúst holl, en ágúst er einmitt oft besti tíminn í Vatnamótum
14. – 16. október
16. – 18. október
18. – 20. október
Vatnamót eru alltaf seld í 2 daga hollum, allar 5 stangir saman með veiðihúsi við Hörgsland
Þingvallasvæðin
Við eigum góða daga lausa á Þingvallasvæðin Kárastaði, Villingavatnsárós, Kaldárhöfði og Villingavatn þó er maí þegar að verða þéttbókaður svo endilega hafið samband sem allra fyrst til að tryggja ykkar daga.
Árbót – Laxá Aðaldal
Árbótar svæðið er skemmtilegt urriða svæði með góðri stór laxavon síðsumars.
Frá 1.apríl til 20. júní eru 4 stangir á svæðinu en aðeins 2 þegar laxatíminn hefst 20.júni.
2 daga holl með glæsilegu veiðihúsi eru á bilinu 183.480kr-243.320kr
Sjóbirtingsævintýri
Við bjóðum aftur upp á tveggja stanga, 3 daga holl í sjóbirtings paradísini í Skaftafellssýslu.
Veiðimenn veiða í róteringu þrjú af helstu sjóbirtingsperlum landsins, Geirlandsá, Vatnamót og Fossálum/Þverárvatn
Örfá holl eftir.
Önnur svæði
Að ofan er aðeins stiklað á stóru, eigum spennandi leyfi laus á flestum svæðum